Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka innkomin kort.
Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu. Baldur Þorgilsson TF3BP og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A við gervihnattastöð félagsins í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Myndin var tekin 19. desember 2019. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-01-09 16:02:542023-01-09 16:02:55OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 12. JANÚAR
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-01-06 18:16:302023-01-06 18:18:42RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
ARRL RTTY Round-up keppnin fer fram helgina 7.-8. janúar. Þetta er 30 klst. keppni sem hefst á laugardag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 24:00. Einmenningsstöðvar geta keppt mest [samtals] í 24 klst.
Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á bandi. Bönd: 80-40-20-15 og 10 metrar.
Skilaboð eru RST og raðnúmer, en W-stöðvar senda RST og ríki í Bandaríkjunum og VE-stöðvar RST og fylki í Kanada. Sjá nánar upplýsingar um stig og margfaldar í keppnisreglum. Senda þarf keppnisgögn innan 7 sólarhringa frá því keppni lýkur.
Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 22.558 QSO á árinu 2022. Samböndin voru höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Hann hafði alls 146 DXCC einingar (135 staðfestar) og 37 CQ svæði (vantaði aðeins svæði 31, 34 og 36).
Þetta eru eilítið færri sambönd en árið á undan (2021) þegar hann hafði 25.237 QSO – en hann rauf 30 þúsund sambanda múrinn árið 2020, þegar hann hafði alls 30.103 sambönd. Síðustu fjögur ár leggja sig á 104.333 sambönd og síðust tíu ár samtals 167.709 sambönd.
Þess má geta að TF5B er með staðfestar alls 296 DXCC einingar og er handhafi 11 DXCC viðurkenninga.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-01-03 13:31:282023-01-03 13:34:17TF5B MEÐ YFIR 22.500 QSO 2022
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 5. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.
Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Mynd úr fundarsal ÍRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-01-02 13:09:212023-01-02 13:11:10OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 5. JANÚAR
Jón Guðmundur Bergsson, TF8JX (áður TF3JX) hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.
Samkvæmt dánartilkynningu sem birtist í Morgunblaðinu í dag, 29. desember lést hann á Hrafnistuheimilinu Hlévangi Reykjanesbæ á aðfangadag 24. desember.
Jón var á 89. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 116.
Um leið og við minnumst Jóns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-12-27 15:05:382022-12-29 10:58:42JÓN Þ. JÓNSSON TF3JA ER LÁTINN
„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF.
Markmiðið stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.
Þriðji og síðasti hluti keppninnar á þessu ári (2022) fer fram 30. desember n.k. kl. 12:00-23:00.
1. hluti 2023 fer fram 22. apríl kl. 08:00-19:59. 2. hluti 2023 fer fram 22. júlí kl. 10:00-21:59. 3. hluti 2023 fer fram 20. desember kl. 12:00-23:00.
Keppnin fer fram á tali og morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.
YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA.
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: TF3JB.