Fundargerðir Í.R.A. eru nú aðgengilegar á vefnum mánuði eftir viðkomandi fund. Þær má finna á síðunni Fundargerðir.

Eftir sem áður eru fundargerðir gerðar opinberar í félagsblaðinu CQ TF.

TF3GL

Nú um helgina 7.-8. mars ætla félagar í 4×4 í ferð að miðju Íslands. Með í för verður Dagur Bragason TF3DB sem ætlar að vera á 3,633MHz eins og lesa má nánar um á spjall.ira.is.

Í.R.A. ætlar að gera tilraun með að gera kleyft að hlusta á 3,633MHz frá vef félagsins. Viðtæki hefur verið tengt við tölvu sem streymir hljóðinu út á netið.

Áhugsamir ættu að opna Vefradíó síðuna.

Þetta er til gamans og tilraunar gert um þessa helgi. Vonandi verða skilyrðin til innanlandsfjarskipta á 80M góð svo áhugsasamir geti vel heyrt frá þessari spennandi ferð þeirra 4×4 manna.

TF3GL

(Margir linkar í þessarri frétt, allir meira og minna óvirkir – TF3WZ)

Stefnt er að flóamarkaði 15. mars n.k.  Nánar verður sagt frá og jafnvel greint frá einstökum hlutum sem boðnir verða.  Nokkrir hafa þegar boðað komu með mikið dót.

TF3GL

Félagsheimili ÍRA verður opið á sunnudagsmorgnum frá kl. 10.00 í mars og út apríl.  Stefnt er að loftnetapælingum og loftnetauppsetningum.

Mætum hress á sunnudagsmorgnum.

TF3SG

TF3JA stóð fyrir kynningu á amatörradíói í Tækniskóla Íslands föstudaginn 27. febrúar. Nítján áhugasamir nemendur mættu á kynninguna og nokkuð stór hluti þeirra hefur áhuga á að komast á amatörnámskeið. Til stendur að bjóða þeim að koma eina kvöldstund vestur í ÍRA og hlusta á aðeins meiri fróðleik um amatörradíó.

 TF3AO

Einn félaga okkar, Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, hefur þýtt á íslensku: Samskiptareglur radíóamatöra, sem á frummálinu heitir: “Ethics and operating procedures for the radio amateur” og er eftir vel þekkta radíóamatöra, þá John ON4UN og Mark ON4WW.

Pistilinn má finna hér: Siðfræði-og-samskiptasiðir-radíóamatöra.pdf

Ekki er á hverjum degi sem efni fyrir radíóamatöra kemur út á okkar ylhýra og kunnum við Vilhjálmi bestu þakkir fyrir.

Næsta fimmtudag 26. febrúar  verður kynningar- og rabbfundur um amatörradíói,  Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA mun vera með framsögu ásamt tveim öðrum mætum mönnum.  Kynningin er í tengslum við kynningu á amatörradíói í Tækniskólanum föstudaginn 27. febr.   Nánar verður fjallað frá þessari kynningu þegar nær dregur.

TF3SG

Rabbfundur var haldinn um neyðarfjarskipti í félagsheimili Í.R.A., 12 febrúar 2009.  Fundurinn hófst klukkan 20.10 og var stungið upp á að Guðmundur Sveinsson, varaformaður félagsins stjórnaði fundinum.  Fundurinn var vel sóttur og voru frummælendur þrír, þeir Jón Þóroddur Jónsson TF3JA, Snorri Ingimarsson TF3IK og Andrés Þórarinsson TF3AM.

Jón Þóroddur fjallaði um alheimsskipulag neyðarfjarskipta.

Snorri fjallaði um neyðarfjarskipti jeppamanna og þeirra sem um hálendi landsins fara og nauðsyn þess að geta kallað eftir hjálp hvar sem er og hvenær sem er. Snorri útskýrði fyrir fundarmönnum hvaða aðstæður geta komið upp og sýndi fundarmönnum þau svæði á landinu sem jeppamenn eru sambandslausir.

Andrés fjallaði um fjarskiptaæfingar radíóskáta. Andrés sýndi einnig gamlar myndir af bílum, loftnetum og tækjum og sagði frá reynslu sinni af fjarskiptum innanlands.

  • Fjallað var um kosti og galla Tetra kerfisins.
  • Fjallað var um loftnet og loftnetspælingar í hálendisferðum.
  • Halli TF3HP beindi spurningu til Jóns og spurði um ferilvöktun.

Fjörugar umræður voru á eftir og meðal annars tóku til máls:

  • Jón, TF3LMN
  • Henry Hálfdánsson, TF3HRY
  • Ásbjörn Harðarson, TF3LA
  • Sveinn, TF3T
  • Einar Kjartansson, TF3EK
  • Freyr, TF3VF

Fundinum var slitið upp úr kl. 22.00

Fundargerðina ritar varaformaður, TF3SG

Gagnvirkur rabbfundur um neyðarfjarskipti kl. 20.10 Á fimmtudagskvöld 12. febrúar í ÍRA.

TF3JA: Inngangur og alheimsskipulag neyðarfjarskipta.
TF3IK: Neyðarfjarskipti frá sjónarhóli jeppamanna.
TF3AM: Fjarskiptaæfingar radíóskáta.

Hver um sig fær um 20 mínútur og mikið lagt uppúr að að um er að ræða gagnvirkan rabbfund. Ef tími vinnst til er ætlunin að ræða um heppilega HF-tíðni rétt fyrir ofan 3800 kHz fyrir 4×4 félaga sem ekki eru ennþá búnir að ná sér í radíóamatörréttindi.

TF3SG

Um næstu helgi, 14. og 15. febrúar fer fram CQ WPX RTTY keppnin.

Við ætlum að vera með sem TF3W frá klúbbstöðinni í Skeljanesi, og hvetjum þá félaga sem hafa áhuga á að vera með að hafa samband við undirritaðan.

Nánar um keppnina hér: http://www.cqwpxrtty.com/rules.htm

TF3GL