Stefnt er að því að halda flóamarkað í byrjun marsmánaðar.  Frekari fréttir verða sagðar síðar.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðmund TF3SG í síma 896 0814 eftir kl. 16.00 á daginn

TF3SG

Út er komið félagsblaðið CQ TF, 1. tbl. 2009. Blaðið er í stærra lagi, eða 52 bls í A5-broti og fjölbreytt að innihaldi. Bæði er þar að finna greinar frá félagsmönnum um radíófræðin og amatörmennskuna, sem og efni frá stjórn og nefndum ásamt fréttaannál félagsins.

Nokkuð er nú um liðið frá því síðasta CQ TF kom út í ágúst 2008. Í janúar sl. ákvað stjórn Í.R.A. að takast sjálf á hendur útgáfu blaðsins, en lýsir nú eftir nýjum ritstjóra að blaðinu.

TF3GL

Talstöðin frá Hveravöllum

Fræðslukvöld verður fimmtudagskvöldið 29. janúar nk. kl. 20.15

TF3DX sýnir 100 W SSB-talstöð sem hann hannaði og smíðaði handa Veðurstofunni fyrir aldarfjórðungi. Stöðin notar aflfeta í sendi og umfremi (redundancy) til að auka rekstraröryggi.

Mætum tímanlega og fáum okkur kaffi áður en að kynningin hefst.

73

Guðmundur, TF3SG

Í haust fékk félagið afnot af stærra herbergi í Skeljanesinu til að nota sem “sjakk” fyrir félagsstöðina.

Sjakkurinn verður formlega opnaður fimmtudaginn 22. janúar næstkomandi kl. 20.15.  Búið er að mála herbergið og tengja græjurnar

Við hvetjum alla félagsmenn til að koma í félagsheimilið og skoða nýja herbergið og fagna nýrri aðstöðu. Það verður auðvitað kaffi á könnuni og vínabrauð.

73

Guðmundur, TF3SG

Jarðskjálfti í Costa Rica, neyðartíðni ákveðin.

Fimmtudaginn 8. janúar klukkan 19:21 GMT varð jarðskjálfti í Costa Rica. Jarðskjálftinn mældist 6,2 á Richter-kvarða.
Miðja jarðskjálftans var um 35 km norðaustan við San Jose og um 60 forskjálftar höfðu skekið landið í viku á undan aðal skjálftanum.

Radio Club de Costa Rica (RCCR) – sem er IARU aðildarfélag landsins – hlustar alla á endurvarpa á svæðinu ásamt tíðninni 7090 kHz. Cesar Pio Santos, neyðarstjóri IARU svæðis 2, HR2P, óskar eftir að tíðnini 7090 kHz verði haldið sem mest lausri við almenn amatör-fjarskipti. ARRL hvetur amatöra til að vera á varðbergi vegna neyðarfjarskipta á tíðninni. BNA amatörar eru beðnir um að varast að trufla fjarskipti á spænsku á tíðninni með notkun stafrænna sendinga.

Á fimmtudagskvöldið komandi, 4. desember býður ÍRA upp á amatörbíó. Sýnd verður heimildarmyndin “Digital Voice for Amateur Radio“. Áhugasamir geta sé sýnishorn hér fyrir neðan. Myndin fjallar bæði um stafræna mótun á tali á HF og VHF/UHF. VHF/UHF hlutinn fjallar að mestu um D-Star kerfið.

Sýningin fer fram í húsakynnum Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ.

Gestir eru beðnir um að koma að inngang á vestur enda hússins, ekki aðalinngang. Þar má sjá hringstiga utan á húsinu.

Áhugsamir eru beðnir að mæta tímanlega þar sem hurðin lokast þegar sýning hefst. Sýning hefst kl 20:30. Hefðbundin fimmtudagsopnun í Skeljanesi fellur niður þennan dag.

Á vetrardagskrá I.R.A. fimmtudaginn 27.nóvember n.k. er gert ráð fyrir kynningu á nýrri heimasíðu og upplýsingakerfi félagsins. Hrafnkell formaður og Guðmundur Löve ritari munu mæta og sýna og útskýra hvernig heimasíðan virkar best.

Samkvæmt venju hefst kynninin kl.20.30.  Vonast til að sjá sem flesta

73
Guðmundur, TF3SG

Uppgjör útileika fór fram í félagsheimili I.R.A. fimmtudag 13.nóvember.  Kristinn Andersen kynnti niðurstöður.  Georg Magnússon, TF2LL var efstur manna með flest stig og færir stjórn I.R.A.honum hamingju óskir með frábæran árangur.  Kristinn Andersen, TF3KX var næstur.

Mæting var ágæt og skemmtileg stemmning þegar svo margir mæta og deila reynslu sinni.

Niðurstöður útileikanna verða birtar fljótlega í heild sinni.

73´

Guðmundur, TF3SG

Á fimmtudaginn 13.nóvember n.k.mun Kristinn, TF3KX fara yfir útileikana og veita viðurkenningar.  Eins og alla fimmtudaga er félagsaðstaðan opin frá kl. 20.00 en uppgjörið byrjar kl.20.30.  Það verður að sjálfsögðu heitt á könnuni og mikið fjör.   Ég vonast til að sjá sem flesta.

73´

Guðmundur, TF3SG

Alþjóðaradíóamatörasamtökin IARU Region 1 gangast fyrir neyðarfjarskiptaæfingu þann 8. nóvember nk. Nokkrir áhugamenn um neyðarfjarskipti innan vébanda ÍRA hafa íhugað að virkja félagsstöðina TF3IRA í þessari æfingu og óska eftir liðsinni. Þetta er ekki keppni heldur æfing, ekki ósvipuð útileikum ÍRA sem eru einnig prýðisæfing fyrir neyðarfjarskipti. TF3JA hefur skrifað ítarlegri pistil um æfinguna á nýja spjallinu. Er það kjörinn vettvangur til frekari umræðna um málið.