,

Skráning á námskeið í “Win-Test” keppnisforritinu hafin

Í.R.A. gengst fyrir hraðnámskeiði til kynningar á “Win-Test” keppnisdagbókarforritinu þriðjudaginn 12. október kl. 19:30-22:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaaðstöðu TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi verður Yngvi Harðarson, TF3Y.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sem fyrst sig þar sem takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði.

Aths. 10. október: Námskeiðið er fullt. Ath. skráningu 26. október.

Fyrir þá sem ekki komast að n.k. þriðjudagskvöld, verður námskeiðið endurtekið tveimur vikum síðar, þ.e. þriðjudagskvöldið 26. október n.k.

Þess má geta til fróðleiks, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, notaði “Win-Test” forritið í morshluta SAC keppninnar frá félagsstöð Í.R.A. þann 18.-19. september s.l. með góðum árangri. Þá notaði meirihluti leyfishafa sem unnu til verðlauna í “World Radiosport Team Championship; WRTC-2010” keppninni í Moskvu í júní s.l. “Win-Test” forritið.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − two =