Laugardagsopnum var í Skeljanesi 1. september. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með sérhæfð mælitæki og búnað.
Að þessu sinni voru skoðaðar 19 VHF og/eða VHF/UHF handstöðvar og 2 VHF bílstöðvar. Áhersla var lögð á sendigæði, þ.m.t. yfirsveiflur. Jón G. Guðmundsson, TF3LM, aðstoðaði Ara með skráningu upplýsinga. Gerð verður grein fyrir mælingum í 3. tbl. CQ TF sem kemur út þann 7. október n.k.
Mæting var góð, alls 20 manns. Á milli mælinga var í boði Gevalia kaffi og vínarbrauðslengjur frá Bakarameistaranum, auk Baklava hunangshnetukonfekts. Bestu þakkir til Ara, TF1A, fyrir áhugaverðan laugardag í félagsaðstöðunni.

Mæliaðstaðan gerð klár. Frá vinstri: Óskar Sverrisson TF3DC, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Jón G. Guðmundsson TF3LM.

Hver segir að mælingar séu ekki skemmtilegt verkefni? Frá vinstri: Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF8AWS, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Jón Björnsson TF3PW og Þórður Adolfsson TF3DT og Jón G. Guðmundsson TF3LM (snúa baki í myndavélina).

Skeggrætt um mælingarnar. Frá vinstri: Jón Björnsson TF3PW, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Heimir Konráðsson TF1EIN, Arnór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Mathías Hagvaag TF3MH og Einar Þór Ívarsson TF3PON. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.



Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ólafur Örn Sigurðsson TF1OL og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Myndin var tekin á mælingalaugardegi þann 30. júní s.l. Ljósmynd: TF3JB.
Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofu ÍRA. Myndin var tekin í Skeljanesi sunnudaginn 26. ágúst þegar vinnu við uppfærslu merkinga var lokið. Ljósmynd: TF3JB.
Írskir radíóamatörar hafa fengið tíðnisviðin 30-49 MHz (8 metra) og 54-69.9 MHz (5 metra) til afnota. Heimildin miðast við 50W og er á víkjandi grundvelli. Engar skorður eru settar við tegund útgeislunar. 
Ný reglugerð tók gildi í Noregi þann 10. ágúst. Meðal breytinga er heimild til norskra radíóamatöra fyrir allt að 1kW á 50 MHz. Jafnframt breytist aðgangur þeirra að tíðnisviðinu í ríkjandi úr víkjandi. Þeir fá ennfremur heimild til að nota allt að 1kW í EME og MS vinnu á 2 metra, 70 cm og 23 cm böndunum.

