,

TF3YOTA verður QRV Í DESEMBER

Á stjórnarfundi í ÍRA þann 13. nóvember s.l. var samþykkt að félagið verði þátttakandi í YOTA verkefni IARU. Í framhaldi var sótt um kallmerkið TF3YOTA til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Að sögn Lisu Leenders, PA2LS, ungmennafulltrúa IARU Svæðis 1 og stuðningsaðila „Youngsters on The Air, YOTA“ verður verkefnið rekið í desembermánuði ár hvert og er hugsað til að auka áhuga ungs fólks á amatör radíói. Kallmerki með viðskeytið YOTA verða því áberandi í loftinu í desembermánuði ár hvert, en 2018 er fyrsta árið sem það fer af stað. Flest landsfélög radíóamatöra í IARU eru þátttakendur í verkefninu.

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er frumkvöðull að þátttöku ÍRA og er YOTA verkefnisstjóri félagsins. Þetta verður síðasta verkefnið sem hún tekur að sér fyrir hönd félagsins a.m.k. að sinni, en hún flytur af landi brott um áramót. Aðstoðarverkefnisstjóri ÍRA YOTA verkefnisins, er Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN. Hann mun formlega taka við verkefninu frá þeim tíma. Mathías Hagvaag, TF3MH, umsjónarmaður kortastofu ÍRA mun annast QSL mál.

Stefnt er að því að setja kallmekið í loftið í dag, 1. desember 2018.

Árni Freyr Rúnarsson TF8RN og Elín Sigurðardóttir TF2LQ í fjarskiptaherbergi ÍRA í Skeljanesi. Myndin var tekin þegar þau virkjuðu kallmerkið TF3JAM 20. október s.l. þegar skátar fjölmenntu í félagsaðstöðuna á JOTA viðburðinn „Jamboree-On-The-Air“. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − six =