,

Auðvelt að fjarstýra HF stöð yfir netið

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember og hélt erindið: „Að fjarstýra stöð yfir netið.“

Ágúst var með afar greinargott erindi um reynslu sína í þessum efnum, en hann hefur aðstöðu fyrir loftnet og búnað í sumarhúsi í u.þ.b. 100 km fjarlægð frá heimili sínu í Garðabæ.

Hann notar Kenwood TS-480 stöð og tengibúnað frá RemoteRig. Stöðin er með laustengdu stjórnborði, þannig að RF hlutinn er hafður í sumarhúsinu og stjórnborðið heima. Kosturinn við þetta fyrirkomulag er, að ekki þarf sérstaka tölvu í sveitinni. Ágúst nefndi, að sambærilegt fyrirkomulag sé í boði fyrir fleiri gerðir af stöðvum sem eru með laustengd stjórnborð, t.d. Icom IC-7100. Hefðbundnar stöðvar þurfa hins vegar flestar tölvur á báðum endum.

Meginvandinn hefur verið netþjónustan sem er í boði á landssvæðinu þar sem sumarhúsið er staðsett. Aukin samkeppni og þróun í netbúnaði hefur hins vegar auðveldað málið og gat Ágúst þess, að í dag sé tengingin yfir netið hnökralaus og kostnaður ásættanlegur.

Ágúst hafði með sér fjarstýribúnað í fundarsal og sýndi virkan hans eftir erindið og mátti greinilega heyra að truflanir eru litlar sem engar í sveitinni. Hann fékk fjölda fyrirspurna sem hann leysti greiðlega úr.

Að lokum klappað og Ágústi þakkað fróðlegt og vel heppnað erindi. Alls mættu 24 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta frábæra fimmtudagskvöld.

Ágúst H. Bjarnason TF3OM í Skeljanesi 29. Fjær, Þórður Adolfsson TF3DT. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Sigurður Kolbeinsson TF3-066, Bjarni Sverrisson TF3GB, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Þórður Adolfsson TF3DT, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Yngvi Harðarson TF3Y, Jón Björnsson TF3PW, Ágúst Sigurðsson TF3AU, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Einar Kjartansson TF3EK. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Mathías Hagvaag TF3MH, Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Óskar Sverrisson TF3DC og Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − three =