,

FRÉTTIR ÚR SKELJANESI

Þrennt var í gangi í félagsaðstöðunni í gær, laugardaginn 1. desember.

Elín TF2EQ og Árni Freyr TF8RN settu nýja kallmerkið TF3YOTA í loftið og höfðu nær 100 QSO. Þau voru sammála um að móttökur hafi verið góðar og höfðu m.a. sambönd við fjölda annarra kallmerkja sem enda á „YOTA“.

Á neðri hæðinni var haldið áfram með þær breytingar að flytja myndvarpann, færa til húsgögn í fundarsalnum og mála, en vegna góðrar aðsóknar á erindi á vetrardagskrá var núverandi aðstaða orðin of þröng. Bætt aðstaða fyrir erindisflutning verður tilbúin og tekin í notkun n.k. fimmtudag, 6. desember. Þá verður m.a. vígt nýtt sýningartjald.

Radíódót af ýmsu tagi sem félaginu barst m.a. úr dánarbúi Reidars J. Óskarssonar, TF8RO, hefur nú verið sameinað á einn stað í ganginum niðri í Skeljanesi. Verulegur hluti dótsins hefur þegar gengið út, en margt er eftir af nýtilegum hlutum sem félagsmenn geta nýtt sér frítt næstu fimmtudagskvöld.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN settu TF3YOTA í loftið 1. desember og voru ánægð með viðtökur.

Nýja sýningartjaldið var sett upp í vesturenda salarins. Þar til vinstri, má sjá fundarpúlt félagsins, stól og tölvuaðstöðu fyrir erindisflutning. Eftir þessar breytingar rúmar salurinn nær 40 manns í sæti.

Radíódót úr dánarbúi TF8RO var vistað á tveimur stöðum í forstofu og á gangi í Skeljanesi en hefur nú verið sameinað á einn stað.

(Ljósmyndir: TF3JB).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 5 =