,

Guðmundur TF3GS var með erindi um APRS

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 13. desember og flutti erindi um APRS skilaboða- og ferilvöktunarkerfið (e. Automatic Packet Reporting System).

Hann sagði okkur á lifandi hátt frá APRS sem var fundið var upp og þróað af bandarískum radíóamatör, Robert E. Bruinga WB4APR sem smíðaði og gangsetti fyrsta APRS kerfið fyrir 36 árum (1982), með því að notast við Apple II heimilistölvu.

APRS náði þó fyrst útbreiðslu og vinsældum um áratug síðar (1992) þegar GPS varð aðgengilegt (vegna kostnaðar). Síðastliðinn aldarfjórðung hefur APRS verið stöðugt í þróun og er í dag m.a. grundvöllur staðarákvörðunarkerfa í flugi og á sjó um allan heim.

Guðmundur lýsti vel uppbyggingu APRS sem ferilvöktunarkerfis fyrir radíóamatöra og hvernig t.d. má líka senda stutt textaskilaboð í samskiptum, án aðkomu tölvu. Kerfið er ekki dýrt í uppsetningu og sú reynsla sem íslenskir radíóamatörar hafa aflað nú í meir en áratug sýnir, að koma má upp samtengdu kerfi stafvarpa (e. digipeters) sem veita vöktun á stór-Reykjavíkursvæðinu (og víðar) – allt eftir fjölda stafvarpa og staðsetningu þeirra, en kerfið vinnur á 144.800 MHz í metrabylgjusviði.

Guðmundur svaraði fjölmögum spurningum og eftir kaffihlé sýndi hann búnað sem þarf til uppsetningar á APRS. Hann hlaut að lokum gott klapp fyrir fróðlegt og skemmtilega flutt erindi. Umræður héldu síðan áfram fram undir kl. 23. Alls mættu 24 félagar í Skeljanes þetta frábæra fimmtudagskvöld.

P.s. APRS var fyrst sett upp í Skeljanesi árið 2011, en hefur ekki verið í rekstri í nokkur ár. Fram kom í lok fundar, að TF1A og TF3JB munu lána félaginu búnað svo gangsetja megi APRS á ný frá Skeljanesi.

Guðmundur Sigurðsson TF3GS flutti erindi um APRS í Skeljanesi 13. nóvember.

Salurinn var þétt setinn. Frá vinstri: Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Georg Kulp TF3GZ, Einar Kjartansson TF3EK, Óskar Sverrisson TF3DC, Þórður Adolfsson TF3DT, Mathías Hagvaag TF3MH og Georg Magnússon TF2LL.

Frá vinstri: Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Georg Kulp TF3GZ, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Adolfsson TF3DT. Næst myndavél: Georg Magnússon TF2LL.

Frá vinstri: Árni Þór Ómarsson TF3CE, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Ágúst H. Bjanason T3OM og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.

Að lokum sýndi Guðmundur helstu APRS heimasíðurnar og þann búnað sem til þarf.

Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 4 =