,

Frábær APRS laugardagur í Skeljanesi

Líkt og fram kom í lok APRS erindis Guðmundur Sigurðssonar TF3GS, s.l. fimmtudagskvöld, bauðst Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A til að lána strax, búnað til að gera félagsstöðina QRV á APRS.

Og í dag, laugardaginn 15. desember varð sambyggð stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (e. Automatic Packet Reporting System) QRV frá fjarskiptaaðstöðu ÍRA kl. 15:10.

Búnaður er af gerðinni GW-1000 APRS Total Solution frá CG-Antenna og sendi-/móttökustöð er Icom IC-208H; sendiafl, 15W. Loftnet er J-póll, smíðaður af Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni, TF3VS. Kerfið hefur verið prófað og vinnur vel. Kallmerki er TF3IRA-1Ø.

Dagurinn var jafnframt notaður til að endurnýja húsfestingu fyrir Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA, sem sett var upp 29. september s.l. – en ekki vannst tími til að endurnýja þá. Georg Kulp TF3GZ gaf félaginu nýja öfluga festingu og gekk frá uppsetningu.

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF3A, Guðmundi Sigurðssyni TF3GS og Georg Kulp TF3GZ fyrir verðmætt framlag þeirra í efni og vinnu þennan frábæra laugardag.

Aðrir á staðnum: Jónas Bjarnason TF3JB og Mathías Hagvaag TF3MH.

Guðmundur TF3GS og Ari Þórólfur TF1A tengja nýja APRS búnaðinn í fjarskiptaaðstöðunni í Skeljanesi.

Allt á fullu í fjarskiptaherberginu. Guðmundur TF3GS, Georg TF3GZ og Mathías TF3MH skrúfa sundur Diamond loftnetið. Á meðan uppfærir Ari Þórólfur TF1A APRS hugbúnaðinn.

Georg TF3GZ og Mathías TF3MH skrúfa aftur saman Diamond loftnetið eftir skoðun. Niðurstaða: Loftnetið er í góðu lagi.

Diamond loftnetið komið upp á nýja festingu og TF3IRA QRV á VHF/UHF. Loftnetið hægra megin er J-póllinn sem notast fyrir APRS stafvarpann.

Verkefninu lokið. APRS búnaðurinn er staðsettur vinstra megin á borðinu, til hliðar við Yaesu FT-7900 VHF/UHF stöð félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 4 =