,

TF3ML gerði upp árið á 50 MHz

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 6. desember með erindið „6 metrar á sterum – árið 2018 gert upp“.

Ólafur flutti skemmtilegt, afar fróðlegt og myndrænt erindi um stórverkefni sumarsins sem var uppsetning stærsta 50 MHz loftnets hér á landi hingað til, þ.e. 24 elementa – fjögurra samfasaðra 6 elementa einsbands Yagi loftneta.

Hann lýsti vel þeirri gríðarmiklu vinnu sem fylgdi verkefninu á Eyrarbakka sem upphaflega átti að taka nokkra daga, en endaði með að taka heilan mánuð með daglegri viðveru. Hvorutveggja var, að loftnetin sem keypt voru erlendis frá stóðust ekki gæði, auk þess sem umbúnaðurinn kallaði á næstum stöðuga endurhönnun á staðnum. Þá gerði mikið rigningarsumar verkefnið ekki auðveldara.

Ólafur þakkaði Baldvin Þórarinssyni TF3-033 ómetanlega aðstoð við verkefnið og sagði að oft þegar hann hafi verið við það að gefast upp hafi Baldi rekið þá áfram.

Ólafur lýsti síðan ævintýralegum árangri í DX á 6 metrunum þegar „loftnetavirkið“ var tilbúið og farið að virka. Útgeislunin var það þröng, að hann gat hann nánast beint merkinu niður á einstakar sýslur í Japan og sýndi m.a. skjámyndir af merkjarunu japanskra FT8 merkja á bandinu. Hann lýsti einnig vel daglegum opnunum á Bandaríkin (og víðar um heim).

Ólafur sýndi félagsmönnum hvað er mögulegt að gera í DX á 50 MHz með djörfung, áræðni og stórhug í loftnetamálum með „loftnetavirki“ sem gefur 24 dBi ávinning í 20 metra hæð yfir jörðu.

Hann leysti greiðlega úr fjölda fyrirspurna og var að lokum þakkað fróðlegt og vel heppnað erindi með lófaklappi. Alls mættu 32 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta frábæra fimmtudagskvöld.

Þess má geta, að Ólafur vígði nýja aðstöðu félagsins fyrir erindisflutning í fundarsal í Skeljanesi sem m.a. er búin 250 sentímetra breiðu sýningartjaldi.

Skeljanesi 6. desember. Ólafur B. ÓLafsson TF3ML gerir upp árið á 50 MHz.

Með breytingum í fundarsal fer betur um gesti. Frá vinstri, Njáll H. HIlmarsson TF3NH, Jón Björnsson TF3PW, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Anna Henriksdóttir TF3VB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.

Hluti fundargesta. Aftast frá vinstri: Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Þórður Adolfsson TF3DT, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Mathías Hagvaag TF3MH, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Valgeir Pétursson TF3VP, Einar Kjartansson TF3EK, Sigmundur Karlsson TF3VE, Anna Henriksdóttir TF3VB, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Ársæll Óskarsson TF3AO, Einar Kjartansson TF3EK, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Óskar Sverrisson TF3DC, Sigurður Óskar Óskarsson TF3WIN og Yngvi Harðarson TF3Y. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − 6 =