Entries by TF3JB

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðað við 10. maí 2022. Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 23 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Fyrir 15. maí 2020 var vitað um 17 TF kallmerki en þann dag fundust heimildir um 5 til viðbótar.  Frá þessu var sagt í 3. tbl. […]

,

TF1VHF QRV Í FJÖGUR ÁR

Stórvirki var unnið á vettvangi áhugamáls okkar fyrir fjórum árum þegar tveir nýir radíóvitar voru settir í loftið þann 12. maí 2018. Þeir vinna á 50.457 MHz á 6 metrum og  70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Álftanes á Mýrum. Til hagræðis er notað sama kallmerki, TF1VHF. Merki heyrast vel í Reykjavík, um Suðurnes, […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 12. MAÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og meðlæti. Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal […]

,

Stafvarpar og internetgáttir

APRS-IS kerfið hefur verið í uppbyggingu um nokkurra ára skeið. Í fyrrasumar kom nýr APRS stafvarpi til sögunnar þann 8. ágúst; TF1SS-1 á Úlfljótsfjalli, auk þess sem unnið var við loftnet og búnað TF8APA á Þorbirni og TF3IRA-1Ø í Skeljanesi. Það er APRS hópurinn sem vann að þessu verkefni líkt og fyrri ár. Það eru […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 5. MAÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. maí. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Sérstakur gestur okkar var Ómar Magnússon, TF3WK (OZ1OM) sem er á landinu um þessar mundir. Hann sýndi okkur m.a. Chamelion ferðaloftnet sem hann hefur notað með ágætum árangri undanfarið, m.a. frá Mývatni. Ómar er búsettur í Odense í Danmörku. […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2021, ÚRSLIT

CQ World Wide DX keppnin á morsi fór fram helgina 27.-28. nóvember 2021. Alls bárust 8.613 dagbækur til keppnisnefndar samanborið við 9.107 dagbækur í SSB hluta keppninnar. Heildarniðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins. Keppnisgögn voru send inn fyrir 9 TF kallmerki í 2 keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbóka (check-log). Úrslit í hvorum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir […]

,

NÆST OPIÐ Í SKELJANESI 5. MAÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 5. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og meðlæti. Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal […]

,

DAYTON HAMVENTION Á NÝ 2022

Stærsta sýningin í Norður-Ameríku fyrir radíóamatöra, DAYTON HAMVENTION í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum verður haldin 20.-22. maí n.k. Viðburðurinn féll niður s.l. 2 ár vegna faraldursins. Ýmsir möguleikar bjóðast á flugi frá Íslandi og vísast nánar á ferðavefi á netinu. Frásögn af sýningum fyrir radíóamatöra, þ.á.m. um Dayton Hamvention má lesa í 3. tbl. […]

,

FRIEDRICHSHAFEN Á NÝ 2022

Stærsta sýningin í Evrópu fyrir radíóamatöra, HAM RADIO í Friedrichshafen í Þýskalandi verður haldin 24.-26. júní n.k. Viðburðurinn féll niður s.l. 2 ár vegna faraldursins. Ýmsir möguleikar bjóðast á flugi frá Íslandi, t.d. til Frankfurt (FRA), München (MUC) og Zürich (ZRH), auk þess sem í boði eru tengiflug til Friedrichshafen (FDH), m.a. frá Frankfurt. A.m.k. […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 28. APRÍL

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. apríl. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður yfir Folgers kaffi og bakkelsi. Mikið rætt um páskaleikana nýverð og áhugaverðar umræður um tæki, búnað og tæknina. Margir eru í loftnetahugleiðingum. Vel heppnað fimmtudagskvöld í hlýju vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 16 félagar í húsi. Stjórn […]