NÆST OPIÐ Í SKELJANESI 2. JÚNÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 26. maí sem er uppstigningadagur. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 2. júní n.k. kl. 20-22. Stjórn ÍRA.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that TF3JB contributed 2415 entries already.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 26. maí sem er uppstigningadagur. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 2. júní n.k. kl. 20-22. Stjórn ÍRA.
CQ World Wide WPX keppnin – morshluti, fer fram um helgina. Þetta er 2 sólarhringa keppni helgina 28.-29. mars sem fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Markmiðið er að hafa sambönd á keppnistímanum við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). Munur er gerður […]
Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis fór fram í Reykjavík, Sauðárkróki og Raufarhöfn laugardaginn 21. maí. Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd í Reykjavík að viðstöddum fulltrúa Fjarskiptastofu, en Sigurður Sigurðsson, TF9SSB og Olga Friðriksdóttir önnuðust framkvæmd á Sauðárkróki og á Raufarhöfn. Prófað var í Raffræði og radíótækni og Reglum og viðskiptum. Prófið hófst kl. 10 árdegis og […]
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki og Grunnskóla Raufarhafnar á Raufarhöfn, laugardaginn 21. maí samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.14:30 – Prófsýning. Alls hafa 14 þátttakendur (af nítján skráðum) staðfest þátttöku í prófi FST sem hvorutveggja er í boði […]
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 19. maí. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur félagsins var Helgi Jóhannesson, rafeindavirki á Akureyri. Hann á m.a. eitthvert stærsta safn útvarpsviðtækja hér á landi. Mikið var rætt um heimasmíðar, tækin, skilyrðin, loftnet og búnað, m.a. RF magnara. Einnig rætt um CQ […]
Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki og í Grunnskóla Raufarhafnar á Raufarhöfn, laugardaginn 21. maí. Prófið hefst kl. 10 árdegis og er í boði á íslensku og ensku. Prófið er opið öllum og því ekki nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Fyrirspurnir eru […]
Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis verður haldið í stofu HR V107 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 21. maí 2022, samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.14:30 – Prófsýning. Prófið er opið öllum og því ekki er nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Fyrirspurnir eru velkomnar á netfangið ira(hjá)ira.is […]
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 19. maí kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfi félagsins og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar. Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal og […]
Ívar Sigurður Þorsteinsson, TF3IS hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt dánartilkynningu sem birtist í Fréttablaðinu í dag, 14. maí lést hann 11. maí s.l. Hann var á 78. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 75. Um leið og við minnumst Ívars með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. […]
ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FST) 13. maí við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi. Fjarskiptastofa veitir íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu á 6 metrum frá og með 1. júní 2022. Gildistími er 4 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að […]
