VIÐTÆKIÐ Í PERLUNNI QRV Á NÝ
VHF/UHF viðtæki Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ í Perlunni varð virkt á ný í dag (28. júní).
Hlusta má á tækið yfir netið. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond D-190 sem er fyrir þetta tíðnisvið. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík.
Vefslóð á viðtækið: http://perlan.utvarp.com
Önnur viðtæki yfir netið hér á landi:
Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/
Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz): http://raufarhofn.utvarp.com/
Þakkir til Karls Georgs, TF3CZ fyrir verðmætt framlag. Viðtækið er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!