,

VHF/UHF LEIKARNIR ERU UM HELGINA

11. VHF/UHF leikarnir byrja á föstudag kl. 18 og þeir verða í gangi fram á sunnudag kl. 18:00.

10 kallmerki eru þegar skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað (á miðvikudag kl. 12:15). Eins og venjulega verður “on-line” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóð á leikjavefinn: http://leikar.ira.is/2022

Félagsstöðin, TF3IRA, verður a.m.k. QRV frá Skeljanesi laugardaginn 2. júlí frá því fyrir hádegi og fram eftir degi.

Fyrir þá sem vilja nota pappírsdagbók, er Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna með skráningarblað sem hægt er að prenta út á vefnum þar sem það er vistað með því að smella á “Sýna reglur“.

Endilega skráið ykkur til leiks og tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

Kjartan Birgisson TF1ET var einn af þeim sem virkjaði félagsstöðina TF3IRA í Skeljanesi í VHF/UHF leikunum 2021. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − seven =