,

VHF/UHF LEIKARNIR 2022

Sælir kæru félagar!

VHF/UHF leikjahelgin er að renna upp 1.-3. júlí n.k.

Þetta verður hrikalega gaman. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið – eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf. Oft koma bestu sögurnar af afrekum með litlum búnaði. Upptekin(n)? Öll þátttaka bætir leikinn og stök QSO eru betri en engin!

Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Viðurkenningar fyrir skemmtilegustu myndirnar/færslurnar.

Eins og venjulega verður “on-line” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóð á leikjavefinn: http://leikar.ira.is/2022

Endilega skráið ykkur til leiks og fiktið og finnið villur fyrir mig 😊 Þar er einnig að finna nánari leiðbeiningar. Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 1. júlí og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 3. júlí.

73 de TF8KY.

Myndin er frá VHF/UHF leikunum í fyrra (2021) þegar Magnús Ragnarsson TF1MT var staddur á fjallinu Þríhyrningi í 678 metra hæð yfir sjávarmáli með Yaesu VX-8R 5W handstöð í QSO‘i við TF2MSN á Akranesi. Loftnetið er 4 staka Yagi handloftnet frá Arrow Antennas fyrir VHF/UHF böndin. Ljósmynd: TF1MT.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 1 =