,

HAM RADIO FRIEDRICHSHAFEN 2022

Ham Radio sýningin í Friedrichshafen opnar kl. 9 í fyrramálið, föstudaginn 24. júní. Búist er við allt að 20 þúsund gestum, en sýningin féll niður tvö undanfarin ár faraldursins. Nokkur fjöldi íslenskra leyfishafa verður á staðnum, en íslenski hópurinn ári 2019 var 18 manns (að meðtöldum mökum).

Þess má geta, að Dayton Hamvention sýningin var haldin 20-22. maí s.l. Alls sóttu 31.367 gestir viðburðinn. A.m.k. einn íslenskur leyfishafi, Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT/W1ANT sótti sýninguna. Síðasta stóra sýning ársins er Tokyo Hamfair sem verður haldin í samnefndri borg í Japan  20.-21. ágúst n.k.

Fyrir áhugasama, má benda á tvær tvær ferðasögur í félagsblaðiðnu CQ TF um sýninguna í Friedrichshafen sem voru farnar árin 2008 og 2019. Þá birtist mjög fróðleg yfirlitsgrein um sýningarnar í blaðinu árið 2018.

Stjórn ÍRA.

CQ TF, 3. tbl. 2009, bls. 29: http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_27arg_2009_03tbl.pdf         

CQ TF, 4. tbl. 2019, bls. 25: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

CQ TF, 3. tbl. 2018, bls. 33: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/10/cqtf_32arg_2018_03tbl.pdf

Myndin sýnir hluta sýningarsvæðisins sem hýsir flóamarkaðinn í Friedrichshafen Þar koma leyfishafar alls staðar að úr Evrópu með eldri (eða jafnvel nýjan búnað) og bjóða til sölu. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − eleven =