Entries by TF3JB

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 24. nóvember er tvennt í boði í Skeljanesi. Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151. Kl. 20:30: Erindið „Skipulag alþjóðasamtaka radíóamatöra“. Kristján Benediktsson, TF3KB flytur. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. Kaffiveitingar. Verið velkomin í […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2022

CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 26.-27. nóvember. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. […]

,

SÉRHEIMILD Á 70 MHZ ENDURNÝJUÐ

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 70.000-70.250 MHz. Núverandi heimild sem framlengd var 7.12.2020 [til 2 ára] rennur út 31.12.2022 n.k. Heimildin hefur nú verið endurnýjuð til næstu 2 ára, þ.e. til 31.12.2024. Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar: (1) Hámarksbandbreidd er 16 kHz. Engin […]

,

SKEMMTILEGUR SÓFASUNNUDAGUR

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 20. nóvember. Umræðuþema var: „Íslenskir amatörar í prentmiðlum í gegnum tíðina“. Um var að ræða þriðju sunnudagsopnunina af fimm á yfirstandandi vetrardagskrá. Vilhjálmur hefur skoðað, farið yfir og leitað að upplýsingum um radíóamatöra hér á landi sem birst hafa í prentmiðlum frá því […]

,

SKELJANES Á MORGUN, SUNNUDAG

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Sunnudag 20. nóvember kl. 11:00 verður Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Íslenskir amatörar í prentmiðlum í gefnum tíðina“. Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnað kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og vínarbrauð frá Björnsbakaríi. […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY mætti í Skeljanes 17. nóvember með erindið „Fjarhlustun á HF með Airspy+DiscoverySDR“. Keli hefur haft verulegar truflanir í viðtöku merkja heima í Vogum, einkum á lægri böndunum. Í baráttu við truflanirnar, gerði hann tilraunir með margskonar vírloftnet, lárétt, lóðrétt, há og lág. Að auki rammaloftnet, m.a. RAØSMS (WellGood loop), „Wideband Active Loop“ […]

,

SÉRHEIMILD Á 160 METRUM ENDURNÝJUÐ

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FST) í dag 18. nóvember við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2023. Heimildin nær til eftirtalinna keppna: CQ WW 160 metra keppnin á CW – 27.-29. janúar 2023. ARRL International DX keppnin á CW – 18.-19. […]

,

FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ný vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 17. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY með erindið: „Fjarhlustun á HF með Airspy+DiscoverySDR“. Hrafnkell mun m.a. fjalla um reynslu af uppsetningu og notkun viðtækis yfir netið með aðra staðsetningu [en heima] m.a. til að auðvelda DX vinnu á lægri böndunum vegna truflana á heima QTH. […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 7-13. nóvember 2022. Alls fengu 22 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB), fjarritun (RTTY) og AM og FM. Bönd: 6, 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, […]

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 11. nóvember 2022. Sextán TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða 6 kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista (13.8.2022). Benedikt Sveinsson, TF3T er nýr á íslenska DXCC listanum. Hann kemur inn með sex nýjar viðurkenningar; DXCC Phone, DXCC 80m, DXCC 40m, DXCC 20m, […]