Entries by TF3JB

,

TÝNDU BLÖÐIN FRÁ 1997, 1998 OG 2004

Fyrir nokkru kom í ljós að 6 tölublöð CQ TF vantaði á söfnunarsíðu félagsblaðsins á heimasíðu ÍRA. Talið er víst blöðin hafi orðið viðskila þegar yfirfærsla var gerð fyrir fjórum árum í WordPress vefumsjónarkerfi, er skipt var út eldra kerfi (Confluence) þann 9. mars 2017. Svo vel vildi til, að Brynjólfur Jónsson, TF5B sem var […]

,

ENDURVARPINN TF2RPJ KOMINN Í LAG

2 metra FM endurvarpinn TF2RPJ á Álftanesi á Mýrum sem hafði verið úti að undanförnu, varð QRV á ný föstudaginn 2. júlí. Í samráði við Ara Þórólf Jóhannesson, TF1A kom Georg Kulp, TF3GZ við í fjarskiptahúsinu á Álftanesi á Mýrum í viðgerðarleiðangri í gær. Georg hafði varaaflgjafa meðferðis ef þurft hefði á að halda. Í […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES

Góð mæting var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 1. júlí. Mikið var rætt um áhugamálið (á báðum hæðum) og radíódótið sem var í boði í salnum gekk vel út enda margt nýtilegra hluta, m.a. til smíða á loftnetsaðlögunarrásum o.fl. Margir voru áhugasamir um VHF/UHF leikana sem nú nálgast, en þeir verða haldnir helgina 9.-11. […]

,

FJARSKIPTASTOFA BYRJAR 1. JÚLÍ

Í dag, 1. júlí 2021, taka gildi ný lög um Fjarskiptastofu. Leysa þau af hólmi eldri lög um Póst- og fjarskiptastofnun (sem tók til starfa 1. apríl 1997).  Helstu nýmæli laganna eru nýtt nafn á stofnunina, ákvæði um netöryggissveitina, ákvæði er varða öryggi og almannavarnir, skýrari heimildir til að greina stöðu fjarskiptaneta og gera útbreiðsluspár […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 1. JÚLÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 1. júlí frá kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið og QSL stofan á 2. hæð. Nýjustu tímaritin liggja frammi og kaffiveitingar verða í boði. Ennfremur liggur mikið frammi af radíódóti. Velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA. . . .

,

10. VHF/UHF LEIKARNIR 9.-11. JÚLÍ

Sælir kæru félagar! VHF/UHF leikjahelgin er að renna upp. Þetta verður hrikalega gaman! Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið…eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. […]

,

LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ átti tíma aflögu laugardaginn 26. júní, kom við í Skeljanesi og setti upp loftnet fyrir TF3IRA á 160 metrum. Loftnetið er 78 metra langt vírnet; endafædd hálfbylgja. Það var keypt tilbúið frá HEC fyrirtækinu, gerð „HyEndFed 160 Meter Monoband“. Loftnetið er lagt frá húsinu út í turninn og fer þaðan í 45° […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES Á FIMMTUDAG.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 24. júní. Þetta var fyrsta opnunarkvöldið eftir að radíódóti úr dánarbúi TF3GB hafði verið raðað á borðin í salnum, en félagsmenn geta haft með sér úr húsi allt að þrjá hluti á hverju opnunarkvöldi. Vinnu lauk endanlega við flokkun dótsins 24. júní. Verkefnið var búið að standa yfir frá […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað þessa árs, kemur út sunnudaginn 18. júlí n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur er til 8. júlí n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is Sumarkveðjur og 73,TF3SB, ritstjóri CQ TF. .

,

ALÞJÓÐLEG KEPPNI Í NAFNI HANS HÁTIGNAR

Landsfélag radíóamatöra á Spáni, La Unión de Radioaficionados Españoles URE, býður til alþjóðlegrar keppni í nafni hans hátignar, Filipe IV. Spánarkonungs, helgina 26-27. júní. Þetta er 24 klst. keppni á SSB sem hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 26. júní og lýkur á sama tíma á hádegi sunnudag 27. júní. Keppnin er opin radíóamatörum um […]