,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES Á FIMMTUDAG.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 24. júní.

Þetta var fyrsta opnunarkvöldið eftir að radíódóti úr dánarbúi TF3GB hafði verið raðað á borðin í salnum, en félagsmenn geta haft með sér úr húsi allt að þrjá hluti á hverju opnunarkvöldi. Vinnu lauk endanlega við flokkun dótsins 24. júní. Verkefnið var búið að standa yfir frá 12. júní, þegar radíódót TF3GB barst okkur í Skeljanes.

Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum var dóti sem félagarnir geta haft með sér heim, dreift á tvö hvítu borðin (sem voru fyrir), auk þess sem bætt var við tveimur stærri borðum (við bókahillurnar) og lágborðinu í horninu til vinstri (þar sem ræðupúltið okkar var áður). Vír- og kóaxefni var komið fyrir í horninu við hliðina á hvítu borðunum.

Ánægja var með dótið á fimmtudagskvöld og var mikið skoðað. Flestir fundu eitthvað áhugavert og sumir tóku með sér fullan skammt (þrjá hluti) en mikið er af áhugaverðum hlutum í boði og sumt nýtt og enn í umbúðunum.

Alls mættu 16 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stærri borðin tvö eru staðsett við bókahillurnar í salnum.
Hvíti borðin tvö eru vel áhlaðin af dóti sem og gluggakistan á bakvið.
Lágborðið er þakið spennum af ýmsum gerðum. Vírefni var komið fyrir hægra megin við það í horninu. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + four =