,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES

Góð mæting var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 1. júlí.

Mikið var rætt um áhugamálið (á báðum hæðum) og radíódótið sem var í boði í salnum gekk vel út enda margt nýtilegra hluta, m.a. til smíða á loftnetsaðlögunarrásum o.fl. Margir voru áhugasamir um VHF/UHF leikana sem nú nálgast, en þeir verða haldnir helgina 9.-11. júlí n.k. og ætla sumir að takast á hendur ferðalög í leikunum, m.a. upp á hálendið.

Yfir kaffinu var mikið rætt um loftnet, bæði heimaloftnet og bílloftnet á HF og VHF. Menn velta fyrir sér heimasmíðuðum loftnetum samanborið við keypt, enda er sumarið loftnetatíminn. Ennfremur var rætt um gæði og getu HF fjarskiptastöðva á markaði. Og eins og alltaf er, þá var rætt um DX skilyrðin á HF böndunum að undanförnu sem hafa verið allt frá því að vera ágæt upp í að vera mjög góð í sumar, jafnvel upp í VHF (50 MHz og 70 MHz). Einn félagi sagði t.d. frá því að hann hafi verið að ljúka við DXCC á 21 MHz og á þá bara eftir 28 MHz til að geta sótt um 5 banda DXCC (þar sem 80, 40 og 20 metra böndin eru klár). Loks var rætt um nafnabreytinguna, þ.e. Fjarskiptastofu í stað Póst- og fjarskiptastofnunar og voru menn almennt sáttir við breytinguna.

Alls mættu 20  félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Frá vinstri enda fundarborðsins: Jón G. Guðmundsson TF3LM, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Georg Kulp TF3GZ, Þórður Adolfsson TF3DT, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Rúnar Þór Valdimarsson TF3RJ, Valtýr Einarsson TF3VG, Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél) og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Ánægja var með radíódótið í boði í salnum. Frá vinstri: Kjartan Birgisson TF1ET, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Elín Sigurðardóttir TF2EQ (fjær), Mathías Hagvaag TF3MH (fjær), Sigurður Kolbeinsson TF8TN og Rúnar Þór Valdimarsson TF3RJ (fjær).
Elín Sigurðardóttir TF2EQ við félagsstöðina í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + 16 =