,

ALÞJÓÐLEG KEPPNI Í NAFNI HANS HÁTIGNAR

Landsfélag radíóamatöra á Spáni, La Unión de Radioaficionados Españoles URE, býður til alþjóðlegrar keppni í nafni hans hátignar, Filipe IV. Spánarkonungs, helgina 26-27. júní.

Þetta er 24 klst. keppni á SSB sem hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 26. júní og lýkur á sama tíma á hádegi sunnudag 27. júní. Keppnin er opin radíóamatörum um allan heim og fer fram á SSB á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Markmiðið er að ná samböndum við radíóamatöra á Spáni í eins mörgum stjórnsýslueiningum (sýslum) og frekast er unnt. Spænskir leyfishafar senda RS+tvo bókstafi sem eru skammstöfun á því stjórnsýsluumdæmi (sýslu) þar sem þeir eru búsettir. Aðrir senda RS+raðnúmer. Sjá nánar í keppnisreglum.

Með ósk um gott gengi, stjórn ÍRA.

Vefslóð: https://concursos.ure.es/en/reglamento-general-concursos-hf/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 3 =