CQ WW DX CW KEPPNIN 2022, BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR
CQ World Wide DX CW keppnin 2022 fór fram 26. og 27. nóvember s.l. Keppnisgögn fyrir 8 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók (e. check-log). Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2023. […]
