OPIÐ VAR Í SKELJANESI 12. JANÚAR
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 12. janúar.
Sérstakir gestir félagsins voru þau Hansi Reiser, DL9RDZ og XYL Fiona Reiser, CT2KJT. Hann hefur verið búsettur hér á landi í rúmt ár og hefur heimsótt okkur áður en nú er Fiona einnig flutt til Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á tækninni eins og Hansi og var mjög hrifin af aðstöðu félagsins í Skeljanesi. Þau hafa bæði áhuga á að sækja um íslensk kallmerki.
Mikið var rætt um tæki og búnað yfir kaffinu, m.a. um QO-100 gervitunglið sem sendir merki á 10.489 GHz. Ari Þórólfur, TF1A sagði m.a. frá áhugaverðum tíðnibreyti sem nú er fáanlegur á 1500 krónur hjá Öreind (breytir 10.489 GHz niður í 740 MHz). Fram kom, að vinsælt er að nota forritið „SDR Console“ (sem er frítt forrit) til að stýra breytinum.
Alls mættu 17 félagar og 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í hæglætis vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!