,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 12. JANÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 12. janúar.

Sérstakir gestir félagsins voru þau Hansi Reiser, DL9RDZ og XYL Fiona Reiser, CT2KJT. Hann hefur verið búsettur hér á landi í rúmt ár og hefur heimsótt okkur áður en nú er Fiona einnig flutt til Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á tækninni eins og Hansi og var mjög hrifin af aðstöðu félagsins í Skeljanesi. Þau hafa bæði áhuga á að sækja um íslensk kallmerki.

Mikið var rætt um tæki og búnað yfir kaffinu, m.a. um QO-100 gervitunglið sem sendir merki á 10.489 GHz. Ari Þórólfur, TF1A sagði m.a. frá áhugaverðum tíðnibreyti sem nú er fáanlegur á 1500 krónur hjá Öreind (breytir 10.489 GHz niður í 740 MHz). Fram kom, að vinsælt er að nota forritið „SDR Console“ (sem er frítt forrit) til að stýra breytinum.

Alls mættu 17 félagar og 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í hæglætis vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Beðið eftir kaffinu. Mathías Hagvaag TF3MH, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Fiona Reiser CT2KJT, Hansi Reiser DL9RDZ, Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Mathías Hagvaag TF3MH.
Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Einar Kjartansson TF3EK, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID. Þakkir til Georgs Kulp TF3GZ fyrir ljósmyndir.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − 3 =