Entries by TF3JB

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2022, ÚRSLIT.

CQ World Wide DX CW keppnin 2022 fór fram 26. og 27. nóvember s.l. Keppnisgögn fyrir 8 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók (e. check-log). Lokaniðurstöður liggja fyrir frá keppnisnefnd. Meðfylgjandi eru upplýsingar fyrir TF kallmerki, m.a. í hverjum keppnisflokki, yfir Evrópu og yfir heiminn. Niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 6.-7. MAÍ

TEN-TEN INTERNATIONAL SPRING, CW keppnin hefst á laugardag 6. maí kl. 00:01 og lýkur á sunnudag 7. maí kl. 23:59. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 10 metrum.http://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rulesSkilaboð: 10-10 félagar: Nafn+10-10 númer+DXCC eining. Aðrir: Nafn+0+DXCC eining. RCC CUP keppnin stendur yfir laugardaginn 6. maí frá kl. 03:00 til kl. 08:59. Keppnin fer fram á […]

,

TF2LL Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 4. maí. Þá mætir Georg Magnússon, TF2LL í Skeljanes með erindið: Ný lausn á rótorhúsi í loftnetsturni. Markmið með nýju rótorhúsi og nýrri útfærslu á “ Boom-to-mast “ er að geta haft loftnetið lárétt þegar turninum hefur verið slakað niður og hann settur í lárétta stöðu […]

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Í boði eru alls 19 mismunandi DXCC viðurkenningar, auk heiðursflokks. Þær skiptast eftirfarandi: (1) Tólf „DXCC Band Awards“: 160, 80, 40, 30, 20, 17, 15, 12, 10, 6 og 2 metra, auk 70 sentímetra. (2) Fimm „DXCC Mode Awards“: Mixed, Phone, CW, Digital og gervitungl. (3) „5-Band DXCC“. Og (4) „DXCC Challenge“. Að auki eru […]

,

VEL HEPPNAÐUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Einar Kjartansson, TF3EK mætti í Skeljanes fimmtudaginn 27. apríl með erindið: Búnaður og aðferðir sem henta í SOTA. Einar fór yfir tilurð SOTA (Summits On The Air) sem var stofnað 2. mars 2002 og er kerfi fyrir viðurkenningar sem hvetja til fjarskipta radíóamatöra í fjalllendi. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og […]

,

LAUGARDAGSOPNUN FRESTAÐ

Áður kynntur viðburður Benedikts Sveinssonar, TF3T: „Kynning á nýrri Elecraft K4D 160-6M stöð“ laugardaginn 29. apríl kl. 13:30, frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður kynnt fljótlega. Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 4. maí. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Stjórn ÍRA.

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 29.-30. APRÍL

TEN-TEN INTERNATIONAL SPRING, DIGITAL keppnin hefst á laugardag 29. apríl kl. 00:01 og lýkur á sunnudag 30. apríl kl. 23:59. Keppnin fer fram á stafrænum tegundum útgeislunar (e. digital) á 10 metrum. https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules Skilaboð: 10-10 félagar: Nafn+10-10 númer+DXCC eining. Aðrir: Nafn+0+DXCC eining. UK/EI DX keppnin hefst á laugardag 29. apríl kl. 12:00 og lýkur á […]

,

TF3EK Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 27. apríl. Þá mætir Einar Kjartansson, TF3EK í Skeljanes með erindið: „Búnaður og aðferðir sem henta í SOTA“. SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Það snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á […]

,

LAUGARDAGSOPNUN FRESTAST

Áður kynnt erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW: Þátttaka í alþjóðlegum keppnum erlendis frá laugardaginn 22. apríl, frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður kynnt fljótlega. Fyrri tilkynning þessa efnis var sett á netið 17. apríl. Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Stjórn ÍRA.

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 14.-20. apríl 2023. Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 12, 15, 17, 20, 40, 60 og 80 metrar. Kallmerki fær […]