,

World Radio Team Championship 2023

Vegna Covid-19 faraldursins var WRTC 2022 frestað um eitt ár. Leikarnir 2022 verða því haldnir helgina 8.-9. júlí 2023 í borginni Bologna á Ítalíu.

WRTC (World Radiosport Team Championship) er einskonar „heimsmeistarakeppni“ radíóamatöra þar sem lið leyfishafa sem eru skipuð þekktum keppnismönnum koma saman og keppa, hvert við annað, öll frá sömu landfræðilegu staðsetningunni. Keppnin er haldin 4. hvert ár og var fyrsta WRTC keppnin haldin í Seattle í Washington Bandaríkjunum árið 1990.

Strangar reglur gilda um loftnet og búnað. Sérhver keppni er undirbúin og henni stjórnað af svokallaðri „fastanefnd“, sem er skipuð sérhæfðum hópi reyndra leyfishafa (sem hljóta tilnefningu eftir ákveðnum reglum) ásamt fulltrúum þess landsfélags radíóamatöra þar sem keppnin er haldin hverju sinni.

Val á keppendum byggir á þátttöku leyfishafa í einhverjum/öllum 24 tiltekinna alþjóðlegra keppna á tveggja ára undangangandi tímabili. Keppnirnar og þátttaka hefur mismunandi vigt, m.a. eftir keppnisflokkum. Alls keppa 58 tveggja manna lið í WRTC 2022 keppninni árið 2023, sem eru frá Evrópu, N-Ameríku, S-Ameríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu.

Vefslóð: https://wrtc.info/wrtc-2022-competition-rules/
Vefslóð: https://www.wrtc2022.it/en/selection-criteria-7.asp

Öll 63 liðin í WRTC 2022 [árið 2023] eru síðan þátttakendur ásamt radíóamatörum um allan heim í IARU HF Championship keppninni sem fram fer á sama tíma og sömu daga á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz, SSB og CW.

Vefslóð: http://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship

Stjórn ÍRA.

Félagsstöð ÍRA í Skeljanesi mun taka þátt í IARU HF Championship keppninni 8.-9. júlí 2023 á morsi og nota loftnetið sem sést á myndinni, sem er 4 staka OptiBeam net af gerðinni OB4-20OWA.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 7 =