,

Námskeið til amatörprófs 25. september

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 25. september til 7. nóvember n.k. Í boði verður hvorttveggja, staðnám og fjarnám.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Hægt er að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Miðað er við að greiðsla hafi borist til félagsins fyrir 3. september n.k. Í framhaldi verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Sjá meðfylgjandi vefslóðir á skipulag námskeiðsins, samantekt á vefslóðir með námsefni og kynningarefni um amatör radíó og félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA).

Fyrirspurnum má beina póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five − 3 =