,

VEL HEPPNAÐIR VHF/UHF LEIKAR

Kæru félagar!

Þá eru VHF-UHF leikum 2023 lokið. Þetta var góð skemmtun þar sem gleðin var við völd. Ég þakka öllum sem tóku þátt. Þetta var svooo gaman. Leikjasíðan verður opin í viku, til sunnudagskvölds 9. júlí, svo þátttakendur geti lagað innsláttarvillur í „loggnum“ sínum. Þá munu endanlegar stigatölur liggja fyrir. Úrslitin eru þó ótvíræð og ólíkleg til að breytast.

TF1AM sigrar VHF/UHF leika 2023 örugglega. Hrá stig 174.994 (ef öll sambönd staðfestast). Hann vinnur þetta ekki bara með margföldurum, heldur með mörgum langdrægum samböndum. Hann er með flest stig og flesta margfaldara. Vel gert Andrés!

TF2MSN sigrar í flokki fjölda sambanda. Hann er QSO kóngur VHF/UHF leika 2023 með 215 sambönd. Hann vinnur þetta með því að vera QRV á öllum böndum og vera alltaf að hlusta, alltaf að kalla. Vel gert Óðinn! Sannkallaður QSO þjarkur 😉

TF3EK og TF1JI höfðu lengstu beinu samböndin í leiknum. 223km á bæði 70cm og 2m. Eruð þið ekkert að djóka með þetta ??? Vá!!! TF1AM og TF1JI með næstum 300km á endurvarpa (293km.). Vel gert, það verður varla lengra!!!

6 stöðvar höfðu yfir 100 QSO í leiknum. Heildarfjöldi sambanda í leiknum fóru yfir 700 (skv. tölum þegar þetta er skrifað).

Takk aftur fyrir þátttökuna félagar! Þið eruð flottir radíóamatörar 😏

73 de TF8KY.

P.s.: nokkrar tölur úr kerfinu fylgja hér. Ath. þetta eru alveg glænýjar hráar tölur og eiga eftir að breytast.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − 10 =