Entries by TF3JB

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF, 3. tbl. 2023 í dag, 29. 6. 2023. Glöggir félagar taka hugsanlega eftir því að útgáfudagurinn víkur frá áður auglýstum degi, en lögð var áhersla á að flýta útgáfu blaðsins vegna VHF/UHF leikanna sem eru viku fyrr en áður að þessu sinni. […]

,

VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2023

Kæru félagar! VHF-UHF-leikahelgin er að renna upp. Þetta verður G E G G J A Ð !! Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 29. JÚNI.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 29. júní kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fjarskiptaherbergi TF3IRA á annarri hæð verður opið ásamt QSL herbergi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka innkomin kort. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar. Ath. nokkuð hefur bæst við af radíódóti […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAUST 2023

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 25. september til 7. nóvember n.k. Í boði verður hvorttveggja, staðnám og fjarnám. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Hægt er að mæta í kennslustofu í HR […]

,

OPIÐ HÚS 22. JÚNÍ Í SKELJANESI

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 22. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA á 2. hæð verður opið ásamt QSL herbergi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kort í hólfin. Enn hefur bæst við af radíódóti, m.a. tölvuhlutir, VHF stöðvar (Kenwood, Kraco, […]

,

50 OG 70 MHz TÍÐNISVIÐIN

6 METRAR. Nú þegar 4 metra og 6 metra böndin eru byrjuð að opnast er bent á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli í 50 MHz tíðnisviðinu þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz. G-leyfishafar […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-18. júní 2023. Alls fengu 15 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 6, 10, 15, 17, 20, 40 og 60 metrar. Kallmerki fær […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 17.-18. JÚNÍ.

ALL ASIAN DX morskeppnin hefst á laugardag 17. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 18. júní kl. 24:00. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + aldur þátttakanda.https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2023AA_rule.htm SMIRK keppnin hefst á laugardag 17. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 18. júní kl. […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 15. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. júní frá kl. 20:00-22:00 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nokkuð hefur borist af radíódóti (sbr. ljósmyndir). Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! […]

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI Í CQ TF

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, eða fram á fimmtudagskvöld 15. júní. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Athygli er vakin á að félagsmönnum er boðið að […]