,

TF3W Í RSGB IOTA KEPPNINNI 2023

Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í RSGB IOTA keppninni helgina 29.-30. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Notuð voru öll bönd [keppninnar]: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju endafæddu 40 m. löngu vírloftneti félagsins fyrir 80 og 40 metra böndin, sem sett var upp 26. júlí s.l. og kom glimrandi vel út.

Heildarfjöldi sambanda var 1527; nettó fjöldi: 1511. Fjöldi sambanda eftir böndum:  80M = 43, 40M = 197, 20M =831, 15M = 398 og 10M = 42 samabönd. Fjöldi IOTA eininga: 152 og fjöld punkta: 11.145. Viðvera: 21 klst. Niðurstaða: 1.770.040 heildarpunktar.

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að virkja stöðina.

Stjórn ÍRA.

Sunnudagur 30. júlí kl. 12:02 og keppnin yfirstaðin. Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi ÍRA í Skeljanesi.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + six =