,

LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI

Unnið var í loftnetum félagsins í Skeljanesi miðvikudaginn 26. júlí.

Skipt var út „skotti“ frá „hardline“ kapli sem fæðir OptiBeam Yagi loftnetið á 20 metrum, auk þess sem skipt var út stögum sem ganga út á bómuna. Í annan stað var sett upp nýtt loftnet fyrir 80 og 40 metra böndin.

Georg Kulp, TF3GZ hafði útbúið nýtt „skott“ sem var tengt yfir í „hardline“ kapalinn. Stögin sem ganga út á bómuna voru einnig endurnýjuð og annaðist Sigurður R. Jakobsson, TF3CW innkaup á nauðsynlegu efni. Allt kom frábærlega vel út; standbylgja: 1,14.

Þá var sett upp nýtt 40 metra langt endafætt tveggja banda loftnet frá HyEnd Antenna fyrir 80 og 40 metra böndin. Það var strengt frá sama röri og 160 metra endafædda loftnetið er fest við – yfir í nýja turninn sem settur var upp í byrjun mánaðarins. Allt kom vel út; standbylgja 1,69 á 80 metrum og 1,05 á 40 metrum.

Þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar TF3CW, Georgs Kulp TF3GZ og Jónasar Bjarnasonar TF3JB fyrir frábært vinnuframlag. Armar-vinnulyftur ehf., fá ennfremur sérstakar þakkir fyrir stuðninginn.

Stjórn ÍRA.

Siggi TF3CW tekur á móti bílnum rá Örmum með Genie S65-XC skotbómukrananum.
Georg TF3GZ kominn upp í 18 metra hæð.
TF3GZ undirbýr verkefnið.
Byrjað var á að endurnýja “skottið”.
Nýtt “skott” tengt og frágengið. Mynd: TF3GZ.
Mynd af öðru bómustaginu. Allt saman vandað og ryðfrítt efni. Mynd: TF3GZ.
Tengikassar fyrir 160m og 40/80m loftnetin. Mynd: TF3GZ.
Á meðan TF3GZ vann utandyra þurfti ýmislegt að gera innandyra. TF3CW setur tengi á kóaxkapal. Með Sigga á myndinni er Reynir Björnsson TF3JL sem kom í heimsókn. Ljósmyndir: TF3GZ og TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − 2 =