LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI
Unnið var í loftnetum félagsins í Skeljanesi miðvikudaginn 26. júlí.
Skipt var út „skotti“ frá „hardline“ kapli sem fæðir OptiBeam Yagi loftnetið á 20 metrum, auk þess sem skipt var út stögum sem ganga út á bómuna. Í annan stað var sett upp nýtt loftnet fyrir 80 og 40 metra böndin.
Georg Kulp, TF3GZ hafði útbúið nýtt „skott“ sem var tengt yfir í „hardline“ kapalinn. Stögin sem ganga út á bómuna voru einnig endurnýjuð og annaðist Sigurður R. Jakobsson, TF3CW innkaup á nauðsynlegu efni. Allt kom frábærlega vel út; standbylgja: 1,14.
Þá var sett upp nýtt 40 metra langt endafætt tveggja banda loftnet frá HyEnd Antenna fyrir 80 og 40 metra böndin. Það var strengt frá sama röri og 160 metra endafædda loftnetið er fest við – yfir í nýja turninn sem settur var upp í byrjun mánaðarins. Allt kom vel út; standbylgja 1,69 á 80 metrum og 1,05 á 40 metrum.
Þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar TF3CW, Georgs Kulp TF3GZ og Jónasar Bjarnasonar TF3JB fyrir frábært vinnuframlag. Armar-vinnulyftur ehf., fá ennfremur sérstakar þakkir fyrir stuðninginn.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!