,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Á RAUFARHÖFN QRT

KiwiSDR viðtæki Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Raufarhöfn var tekið niður í gær, 8. ágúst.

Það hafði verið tengt í fjögur ár; var sett upp 10. ágúst 2019. Georg leitar að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækið. KiwiSDR viðtæki Georgs á Bjargtöngum verður áfram QRV ásamt viðtæki Árna Helgasonar, TF3AH.

Þakkir til þeirra Georgs Kulp, TF3GZ, Árna Helgasonar TF4AH og Karl Georgs Karlssonar TF3CZ fyrir dugnað og elju við að sinna verkefninu um viðtæki yfir netið – sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í HF, VHF og UHF tíðnisviðum, auk hlustara sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

KiwiSDR viðtækið var staðsett í stöðvarhúsinu á myndinni. Yfirlitsmyndin sýnir turnana sem héldu uppi lóðréttu T-loftneti. Ljósmynd: TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 3 =