Entries by TF3JB

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 24.-30. ágúst 2023. Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40, 60, 80 metrar og um […]

,

RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað ársins 2023, kemur út 1. október n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 31. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 31. ágúst kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

NÝJUNGAR Á HEIMASÍÐU ÍRA

Á opnunarsíðu ÍRA – í dálki hægra megin, hafa flýtileiðir nýlega verið uppfærðar. Fyrsta efnislína er ný: NÆSTA NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS. Þar má smella á dagskrá (fyrir neðan) og kalla fram skipulag námskeiðsins sem hefst 25. september n.k. Efnislínan FRÆÐSLUDAGSKRÁ ÍRA OKT-DES 2023 er ný. Þegar dagskráin verður tilbúin má smella á Hefst 5. október […]

,

NÝTT STANGARLOFTNET FYRIR TF3IRA

Nýtt New-Tronics Hustler 6BTV stangarloftnet fyrir TF3IRA var sett upp í Skeljanesi í gær, 24. ágúst. Loftnetið vinnur á 80, 40, 30, 20, 15 og 10 metrum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA önnuðust verkefnið. Undirbúningur (þ.á.m. samsetning) fór fram 15. og 16. ágúst s.l., auk þess sem eldra net var tekið […]

,

DISKLOFTNET UPPFÆRT FYRIR TF3IRA

Visiosat diskloftnet TF3IRA fyrir fjarskipti um QO-100 gervitunglið var uppfært í Skeljanesi í fyrradag, 22. ágúst. Það voru Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Jónas Bjarnason TF3JB sem mættu í Skeljanes eftir vinnu. Verkefni dagsins var að skipta út sérhæfðu LNB (e. low-noise block downconverter) við disknetið og koma fyrir og tengja „IceConeFeed […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 26.-28. ÁGÚST

SCRY/RTTYops WW RTTY keppnin 2023 er tvískipt. Fyrri hluti fer fram föstudag 25. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 12:00 laugardag 26. ágúst. Síðari hluti fer fram sunnudaginn 28. ágúst frá kl. 12:00 til kl. 23:59.Keppnin fer fram á RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð TF stöðva: RST + 4 tölustafir […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 24. ágúst frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofunnar á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi í fundarsal á 1. hæð. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða […]

,

TF1A VIRKJAÐI KNARRARÓSVITA

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir um þessa helgi, 19.-20. ágúst. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni um QO-100 gervitunglið. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS og Georg Kulp, TF3GZ heimsóttu hann í gær (19. ágúst) þegar hann var QRV frá vitanum og tók Vilhjálmur meðfylgjandi ljósmyndir. Búnaður Ara var 90cm loftnetsdiskur á þrífæti, […]

,

HÖSKULDUR ELÍASSON, TF3RF ER LÁTINN.

Höskuldur Elíasson, TF3RF hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum í Mbl. Í dag lést hann í Landspítalanum 9. þ.m. Höskuldur var á 94. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 37. Um leið og við minnumst Höskuldar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar ÍRA, […]