,

ECHOLINK TENGING FRÁ SKELJANESI

Samþykkt var á fundur stjórnar ÍRA 19. október að félagið vinni að uppsetningu og rekstri Echolink aðgangs yfir netið. Markmiðið er að gefa félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF endurvarpa – eða eru á ferðalagi og ná ekki sambandi við endurvarpa á 2 metrum – aðgang í gegnum TF3RPB endurvarpann í Bláfjöllum.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A hefur virkjað Echolink til prufu frá 22. apríl s.l. Forritið vinnur í gegnum TF3RPB endurvarpann og er á FM mótun. Með því að sækja forrit á heimasíðu Echolink: https://www.echolink.org/  er hægt að fá afnot af Echolink „appi“ og tengjast Bláfjöllum yfir netið – t.d. í gegnum heimilistölvu eða GSM síma. Félagsmenn um allt land geta þannig fengið afnot af 2 metra bandinu.

Echolink fjarskiptin fara nú fram í gegnum búnað á heimili Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A í Reykjavík og verður samskonar búnaður settur upp á næstunni í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Ari Þórólfur verður félaginu til ráðgjafar og aðstoðar við uppsetningu.

Þess má geta til fróðleiks, að Þór Þórisson, TF1GW setti fyrstur upp Echolink gátt hér á landi árið 2006 sem var meira og minna virk til ársins 2012.

Stjórn ÍRA.

Félagssjóður ÍRA mun festa kaup á VGC VR-N7500 VHF/UHF stöð sem verður sett upp í Skeljanesi. Stöðin kostar 40 þúsund krónur. Annar nauðsynlegur búnaður er til hjá félaginu og þarf því ekki að kaupa fleira í þágu verkefnisins.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + 19 =