NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HÁLFNAÐ
Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 25. september s.l. var hálfnað mánudaginn 16. október. Þá var 10. kennslukvöldið (af 20) sem var dæmatími um prófsendi í höndum Hauks Konráðssonar, TF3HK.
Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stað- og fjarnámi. Þátttakendur eru víða af á landinu og erlendis frá. Þriðjudaginn 7. nóvember verður síðasta kennslukvöldið sem er upprifjun, auk þess sem farið verður yfir eldri próf.
Alls var skráður 31 þátttakandi í upphafi, en 28 hafa mætt í tíma og er þess því að vænta að fjölmennt verði í prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardaginn 11. nóvember. Kennarar eru alls níu frá félaginu.
Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX í Prófnefnd ÍRA vann skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður er Jónas Bjarnason TF3JB. Þess má geta, að ÍRA hefur haft aðstöðu fyrir námskeið til amatörprófs hjá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2013.
Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!