,

SKELJANES Á MORGUN, 28. OKTÓBER

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram. Á laugardag 28. október kl. 14:00 verður viðburðurinn: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes“.

Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Reynir Björnsson TF3JL og Stefán Arndal, TF3SA mæta á staðinn. Húsið opnar kl. 13:00 og viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 14:00.

Hugmyndin er að menn komi með sem flestar gerðir lykla á staðinn og segi frá tegund og gerð yfir kaffibolla og segi frá ef einhver saga fylgir. Hægt verður að tengja lyklana við hljóðgjafa (súmmer) á staðnum.

Þegar talað er um lykla er átt við allar gerðir morslykla, þ.e. handlykla, pöllur (spaðalykla), bögga (Vibroplex) og allar gerðir sem hægt er að nota til að senda með mors. Kaffiveitingar verða í sérflokki.

Verið velkomin á laugardagsopnun í Skeljanesi.

Stjórn ÍRA.

Mynd frá morslykladeginum í fyrra (2022). Góð mæting.
Menn raða upp lyklum og aukalutum í fyrra.
Sumir af lyklunum í fyrra komu í “original” pakkningum og höfðu jafnvel lítið eða aldrei verið notaðir.
Sýnishorn af lyklum, pöllum, morstæki og hljóðgjafa (súmmer). Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine + 2 =