,

NEYÐARFJARSKIPTI, ÁRÍÐANDI.

Yfirvöld í Mexíkó eru í viðbragðsstöðu þar sem fimmta stigs fellibylurinn Otis gekk á land á sunnanverðri Kyrrahafsströnd Mexíkó í gærmorgun, í Guerrero nærri Acapulco. Fjölmiðlar skýra frá því að vindur hafi náð yfir 70 metrum á sekúndu og von sé á gríðarlegri úrkomu, frá 120 allt upp í 380 millimetra.

ÍRA hefur borist erindi frá neyðarfjarskiptastjóra IARU svæðis 2 um þrjár tíðnir á HF sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti radíóamatöra á svæðinu. Þær eru:

80 metrar: 3690 kHz.
40 metrar: 7060 kHz.
40 metrar: 7095 kHz.

Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til forgangsfjarskipta á þessum tíðnum (og nærri þeim).

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + 10 =