Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 21. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 21. nóvember. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagsins, tæmir pósthólfið hvern miðvikudag og verður búinn að flokka nýjar QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Stjórn ÍRA.

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2019

CQ World Wide DX morskeppnin 2019 verður haldin 23.-24. nóvember. Keppnin er 48 klst. og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar (sjá reglur). Þátttaka var ágæt frá okkur í fyrra (2018); þá sendu […]

,

VIÐURKENNINGAR Í SKELJANESI Á SUNNUDEGI

Fyrsta sunnudagsopnun á vetrardagskrá ÍRA var sunnudaginn 17. nóvember. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes og fjallaði um viðurkenningar radíóamatöra. Fram kom m.a. að viðurkenningar hafa verið í boði til radíóamatöra í a.m.k. 96 ár og að þær eru vinsæll þáttur hjá mörgum sem hluti af áhugamálinu. Fram kom einnig, að margar eru erfiðar eða […]

,

FUNDARGERÐIR STJÓRNAR Á HEIMASÍÐU

Fundargerðir stjórnar ÍRA á heimasíðu enda í nóvember 2018. Fundargerðir sem á vantar til dagsins í dag – hafa verið birtar jafn óðum í CQ TF og hengdar upp á tilkynningatöflu í Skeljanesi. Auk þess, má lesa fundargerðir fyrra starfsárs í Ársskýrslu 2018/19. Hvorutveggja skýrsla og CQ TF eru til niðurhals á PDF formi hér […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES OG GÓÐAR GJAFIR

Félaginu barst að gjöf jeppafylli af radíódóti frá Sigurði Harðarsyni, TF3WS, fimmtudagskvöldið 14. nóvember. Þá lauk Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, við uppfærslu þriðju tölvunnar í fjarskiptaherbergi TF3IRA (Lenovo ThinkCentre). Síðast, en ekki síst, áttu félagsmenn góðar umræður um áhugamálið yfir kaffibolla. Að venju var mikið rætt um tækin, loftnet, „Sark 110“ loftnetsgreininn (sem einn var […]

,

SÓFAUMRÆÐUR Í SKELJANESI Á SUNNUDAG

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11 árdegis verða svokallaðar „sófaumræður“ í Skeljanesi; þær fyrstu á yfirstandandi vetrardagskrá. Til umfjöllunar verða viðurkenningar radíóamatöra. Jónas Bjarnason, TF3JB, leiðir umræður. Viðurkenningar hafa fylgt áhugamálinu í tæp 100 ár. Leitast verður við að svara nokkrum grundvallarspurningum, þ.á.m.: Hvað eru viðurkenningar radíóamatöra? Fyrir hvað standa þær til boða? Hvað þurfa menn […]

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 14. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 14. nóvember. Nýjustu tímaritin, góður félagsskapur, kaffi og meðlæti. Ný sending af QSL kortum verður komin í hús. Ath.: Áður auglýst erindi Valgeirs Péturssonar TF3VP þennan dag „Að smíða RF magnara fyrir HF böndin og fleira“ frestast af óviðráðanlegum ástæðum og verður auglýst síðar. Stjórn ÍRA.

,

VIÐBURÐUR SUNNUDAG 10. NÓV. FRESTAST

Áður auglýstar “sófaumræður” á morgun, sunnudag 10. nóvember, frestast um viku. Þess í stað verður viðburðurinn á dagskrá sunnudaginn 17. nóvember kl. 11 árdegis. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Stjórn ÍRA.

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF3Y Í SKELJANESI

Yngvi Harðarson, TF3Y, mætti í Skeljanes á vetrardagskrá ÍRA þann 7. nóvember með erindið „Að minnka truflanir í móttöku í HF fjarskiptum“. Hann fjallaði um truflanir á HF; mismunandi tegundir, hvernig þær berast í viðtækið og kynnti aðferðir til að minnka þær. Hann upplýsti um helstu uppsprettur og dreifileiðir og sýndi m.a. áhugaverð sýnishorn af […]

,

ÁNÆGJA MEÐ NÁMSKEIÐIÐ “FYRSTU SKREFIN”

Óskar Sverrisson, TF3DC, leiðbeindi á námskeiðinu: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ sem var haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 7. nóvember. Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu, hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem […]