OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. FEBRÚAR
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 6. febrúar. Að venju verður húsið opnað kl. 20:00.
Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu tímaritin.
Eins og gjarnan er á þessum árstíma, berast nýjar sendingar af QSL kortum þétt til landsins. QSL stjóri tæmir pósthólf félagsins sérhvern miðvikudag og sér um að flokka nýjar sendingar í hólfin fyrir opnunartíma á fimmtudagskvöld.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!