,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. FEBRÚAR

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 6. febrúar. Að venju verður húsið opnað kl. 20:00.

Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu tímaritin.

Eins og gjarnan er á þessum árstíma, berast nýjar sendingar af QSL kortum þétt til landsins. QSL stjóri tæmir pósthólf félagsins sérhvern miðvikudag og sér um að flokka nýjar sendingar í hólfin fyrir opnunartíma á fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, mætti í Skeljanes upp úr hádeginu 29. ágúst 2019. Á dagskrá var að hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið sjálft og við innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og síðdegis var orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn. Baldvin sagðist nokkuð ánægður en benti á að næst mætti huga að því að mála, a.m.k. trévegginn þar sem TF3IRA skiltið er fest. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 − 1 =