Entries by TF3JB

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur í Skeljanesi

Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 24. janúar. Á dagskrá var annars vegar afhending verðlauna í TF VHF leikunum 2012 og VHF/UHF málefni og fluttu þrír félagsmenn stutt inngangserindi um málaflokkinn; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Guðmundur Löve, TF3GL og Benedikt Guðnason, TF3TNT. Andrés Þórarinsson, TF3AM, varaformaður félagsins, opnaði kvöldið á glæsilegan hátt með fljúgandi góðum inngangi […]

,

Stöðutaka í morsi verður í boði á laugardag

              Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er stöðutaka í morsi, sem fram fer laugardaginn 2. febrúar n.k. kl. 15:00-17:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, annast viðburðinn. Félagsmenn geta skráð þátttöku með því að senda töluvpóst á Guðmund. Tölvupóstfang hans er: dn (hjá) hive.is eða haft samband við hann í GSM […]

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst 12. febrúar

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst þann 12. febrúar n.k. og lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun þann 4. maí n.k. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 18:30-20:30. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Próf PFS til amatörleyfis verður haldið á sama stað laugardaginn 4. maí. Áhugasamir eru beðnir um að staðfesta fyrri skráningar á ira (hjá) […]

,

Ný kallmerki frá Póst- og fjarskiptastofnun

    Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum: Kallmerki Leyfi Leyfishafi / not Staðsetning Skýringar / rétthafi TF3APE Sérheimild APRS stafvarpi 104 Reykjavík Ari Þ. Jóhannesson TF3ARI TF3APF Sérheimild APRS stafvarpi 110 Reykjavik Eldra kallmerki TF3RPF; Í.R.A. TF3APG Sérheimild APRS stafvarpi 101 Reykjavík Eldra kallmerki TF3RPG; Í.R.A. TF3OZ G-leyfisbréf Óskar Þórðarson […]

,

TF3ZA er kominn til Marokkó

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA og 15 manna ferðahópurinn sem lét úr höfn frá Seyðisfirði með ferjunni Norröna þann 9. janúar s.l., er nú kominn til Marokkó í Afríku, eftir akstur í gegnum Evrópu og ferjusiglingu frá Spáni. Þar með má segja að hið eiginlega sex mánaða bifreiðaferðalag hópsins um Afríkulönd sé hafið en takmarkið er að enda […]

,

TF3W verður QRV í CQ WW 160m keppninni

Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í morshluta CQ World Wide 160 metra keppninnar sem haldin verður um næstu helgi, 25.-27. janúar. Fyrir liggur þegar þetta er skrifað, að þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG munu virkja stöðina. Að sögn Guðmundar, er ekki ólíklegt að fleiri leyfishafar komi til liðs við þá félaga í keppninni. Notað verður 20 metra hátt færanlegt stangarloftnet TF3SG á […]

,

Sérstakur fimmtudagsfundur 24. janúar n.k.

              Í.R.A. boðar til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 24. janúar 2013 kl. 20:30. Dagskrá verður sem hér segir: 1. Setning fundar. Andrés Þórarinsson TF3AM, varaformaður Í.R.A. 2. Afhending verðlauna í TF VHF leikunum 2012. Guðmundur Löve TF3GL, umsjónarmaður leikanna. 3. VHF og UHF málefni. Inngangserindi (10-15 mín. hvert): Jón Þ. Jónsson […]

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 16. janúar 2013 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt heimild til að nota nýtt tíðnisviðið 472-479 kHz á 630 metra bandi. Heimildin miðast við 5 wött e.i.r.p. og má bandbreidd merkis vera allt að 1 kHz. Heimildin gildir fyrir G-leyfishafa og er á víkjandi grunni (forgangsflokkur 2 í […]

,

WAZ fyrir TF3IRA á leið í innrömmun

Fyrsta Worked All Zones (WAZ) viðurkenningarskjal félagsins (af þremur) barst til félagsins þann 13. desember s.l. Ekki reyndist unnt að koma því í innrömmun þá vegna annríkis á innrömmunarverkstæði félagsins fyrir jólin. Nú hefur verkefnastaðan lagast og er þess að vænta að sækja megi skjalið fljótlega, finna því stað í fjarskiptaherbergi félagsins og negla á vegg, í samráði […]

,

Spjall.ira.is

Eins og kynnt hefur verið á póstlista félagsins, setti TF3CY í gang nýtt spjallsvæði hér á heimasíðunni þann 19. desember s.l. Slóðin er: http//spjall.ira.is Tenging hefur verið gerð virk frá heimasíðunni (dálkur lengst til hægri). Svæðið skiptist annarsvegar í almennt spjall og hinsvegar í sérhæft spjall, samkvæmt eftirfarandi töflu: Almennt spjall Umræður Spjallið Hér má ræða um allt á milli himins […]