Entries by TF3JB

, ,

TF4M fær WAZ 160, einstakur viðburður.

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, fékk nýlega í hendur glæsilegan viðurkenningaskjöld frá CQ tímaritinu í Bandaríkjunum, Worked All Zones – Award of Excellence, fyrir að framvísa gögnum yfir staðfest sambönd við aðrar stöðvar radíóamatöra í sérhverju hinna 40 skilgreindu landssvæða í heiminum á 160 metra bandi (e. zones). Viðurkenningaskjöldur Þorvaldar er númer 148 í röðinni yfir heiminn frá upphafi, en CQ tímaritið hóf að […]

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hálfnað

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs 2013 var hálfnað þriðjudaginn 19. mars. Þá urðu kennaraskipti og tók Haukur Konráðsson, TF3HK við kennslu af Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX. Þetta var 12. kennslukvöldið (af 22) en 23. skiptið verður til upprifjunar þann 3. maí n.k. Námskeiðinu lýkur síðan með prófi til amatörleyfis á vegum Póst- og fjarskiptstofnunar degi síðar, laugardaginn 4. maí n.k. Leiðbeinendur: Andrés […]

,

ARRL DX morskeppnin var um helgina

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina TF3W í ARRL International DX keppninni á morsi, sem haldin var helgina 16.-17. febrúar. Sigurður keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Niðurstaða: 1.826 QSO og 159 margfaldarar. Þessi niðurstaða er ótrúlega góð þegar tekið er tillit til þess að skilyrði til fjarskipta á HF voru að stærstum hluta mjög léleg um helgina. Sem […]

,

Safnað fyrir RF magnara fyrir TF3IRA

Eins og fram kom fyrr í þessum mánuði, er áhugi fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og ákveðið að hrinda af stað söfnun sem geti létt undir með félagssjóði og hjálpað til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað […]

,

CQ TF, 1. tbl. 2013 komið á heimasíðuna

Nýtt tölublað CQ TF, 1. tbl. 2013, hefur verið vistað á vefsíðu ritsins á heimasíðu félagsins. Þetta eintak er í ágætri upplausn, eða 15MB. Að þessu sinni er blaðið 35 blaðsíður að stærð. Meðal efnis: Ritstjóra- og aðstoðarmannsspjall (TF3UA) Frá formanni (TF3JB) Umsögn EMC-nefndar Í.R.A. til PFS (TF3G, TF3UA, TF3Y) Ferð á radíósafn í Gautaborg […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3DX

ilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX hefur sýnt svo um munar að það er ýmislegt hægt að gera á amatörböndunum á HF „/m” og má t.d. minna á þegar hann hafði fyrsta sambandið frá bílstöð frá TF til Japans (JA7FUJ) á CW á 160 metrum þann 17. nóvember 2009. Þetta var eitt af því fjölmarga sem fram kom í […]

,

Sunnudagsopnun morgundagsins frestast

Af óviðráðanlegum ástæðum frestast áður auglýst opnun morgundagsins í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, þ.e. 1. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá þann 17. febrúar kl. 10:30-12:00. Viðburðurinn verður settur á dagskrá á ný innan tíðar og verður nánar tilkynnt um nýja dagsetningu á þessum vettvangi og í öðrum vefmiðlum félagsins. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Fyrir hönd stjórnar Í.R.A., Jónas […]

,

TF3WO verður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 17. febrúar n.k. kr. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, mætir í sófaumræður og kynnir Skycommand System II+ frá Kenwood. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kenwood kynnti SkyCommand kerfið árið 2005 í Bandaríkjunum. Það gerir notendum TS-2000/2000X/B2000 stöðva kleift, […]

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs er hafið

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs var formlega sett þriðjudaginn 12. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins flutti stutt ávarp þar sem hann vék m.a. að mikilvægi amatör radíós sem vísindalegs áhugamáls, hvorutveggja fyrir þátttakendur og samfélagið í heild. Að því loknu hófst fyrsta kennslustundin sem var í höndum Kristins Andersen, TF3KX. Námskeiðið stendur yfir til 3. […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á nýrri tíðni

Endurvarpinn TF1RPB varð QRV á ný í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 12:20. Þær breytingar hafa verið gerðar, að “Páll” hefur fengið nýjar vinnutíðnir. Nýja tíðnin til að lykla Pál er nú 145.050 MHz og nýja tíðnin sem endurvarpinn sendir út á, er 145.650 MHz. Breytingin hefur verið tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunar. Sama tónlæsing er notuð og áður, þ.e. […]