Entries by TF3JB

,

CQ WW WPX RTTY KEPPNIN 2020

CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2020 verður haldin 8.-9. febrúar. Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn, með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. Vefslóð á keppnisreglur: https://cqwpxrtty.com/rules.htm

,

ÖRNÓLFUR HALL TF3AH ER LÁTINN

Örnólfur Hall, TF3AH, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að Örnólfur hafi látist á heimili sínu þann 30. janúar s.l. Hann var á 84. aldursári, leyfishafi nr. 132. Um leið og við minnumst Örnólfs með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. FEBRÚAR

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 6. febrúar. Að venju verður húsið opnað kl. 20:00. Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu tímaritin. Eins og gjarnan er á þessum árstíma, berast nýjar sendingar af QSL kortum þétt til landsins. QSL stjóri tæmir pósthólf félagsins sérhvern miðvikudag og sér um að flokka […]

,

NÝ VETRARDAGSKRÁ HEFST Í FEBRÚAR

Ný vetrardagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2020 var birt í 1. tbl. CQ TF, sem kom út í síðustu viku (sjá bls. 48). Fjölmargir hafa haft samband og spurt hvort dagskráin verði fáanleg prentuð. Svo verður einnig að þessu sinni og verður hún til afhendingar í Skeljanesi frá og með næsta fimmtudegi, 30. janúar. Alls […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 30. JANÚAR

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 30. janúar. Húsið verður opnað kl. 20:00. Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu tímaritin. Nýjar sendingar af QSL kortum verða klárar og flokkaðar í hólfin. Stjórn ÍRA.

,

FJÖLMENNI Á FIMMTUDEGI Í SKELJANESI

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 23. janúar, þrátt fyrir ekta janúarveður, snjó- og slydduél í allhvössum suðvestan vindsveipum. TF3MH, QSL stjóri félagsins, hafði flokkað kortasendingar gærdagsins þannig að flestir fengu kort, auk þess sem áhugaverður fjarskiptabúnaður var til sýnis. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, kom með ICOM IC-SAT100. Tækið notar Iridium gervitunglin til að koma […]

,

1. TÖLUBLAÐ CQ TF 2020 ER KOMIÐ

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 1. tölublaðs CQ TF 2020, sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Hér má nálgast blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/01/cqtf_34arg_2020_01tbl.pdf

,

FUNDARBOÐ, AÐALFUNDUR ÍRA 2020

Með tilvísan til 17. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar ÍRA laugardaginn 15. febrúar 2020. Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Heklu 1 á Radisson BLU Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Fyrir hönd stjórnar, Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA

,

SKELJANES 23. JANÚAR, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 23. janúar. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomin kort fyrir opnun á fimmtudagskvöld. TF3JB kemur með „Knarrevik“ hillueiningu frá IKEA sem verður til sýnis á staðnum. Stjórn ÍRA.

,

GÓÐ MÆTING OG GÓÐAR GJAFIR

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 16. janúar. QSL stjóri hafði flokkað kort í hólfin úr sendingum erlendis frá og félagar komu með á staðinn áhugaverðan búnað sem var til sýnis, auk þess sem félaginu voru færðar góðar gjafir. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, sýndi nýja 50W FM VHF/UHF stöð frá Vero Telecom (VGC) af gerðinni […]