Entries by TF3JB

,

ÁFRAM LOKAÐ Í SKELJANESI

Stjórn félagsins samþykkti í dag, 4. maí, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram, a.m.k. næstu 3-4 vikur – eða til 1. júní n.k. Ákvörðunin byggir á tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi í dag, 4. maí, og gildir til 1. júní, um að fjöldatakmörkun á samkomum miðast nú við […]

,

CQ WW DX KEPPNIN 2019, CW HLUTI

Niðurstöður í morshluta CQ World Wide DX keppninnar 2019 eru birtar í maíhefti CQ tímaritsins 2020. Niðurstöður eru eftirfarandi fyrir TF stöðvar: TF3VS – 20M, einmenningsflokkur, lágafl: EU=84. sæti/heimur=146. sæti.TF3W –  20M, einmenningsflokkur, háafl, aðstoð: EU=70. sæti/heimur=98. sæti.TF3JB – 40M, einmenningsflokkur, háafl, aðstoð: EU=86. sæti/heimur=136. sæti.TF3EO – Öll bönd, einm. flokkur, lágafl, aðstoð: EU=480. sæti/heimur=875. […]

,

MAÍHEFTI RADCOM Í BOÐI RSGB

RSGB, landsfélag radíóamatöra í Bretlandi, hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að maíhefti félagsblaðsins RadCom. Blaðið er að þessu sinni 100 blaðsíður að stærð. ÍRA þakkar RSGB fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn. Stjórn ÍRA. www.rsgb.org/sampleradcom

,

SKILYRÐIN NÁ HÁMARKI 2024-26

Ný spá SWPC, sem byggir á niðurstöðum NOAA lotu-25 sérfræðingahópsins gerir ráð fyrir að búast megi við hámarki sólbletta nýrrar lotu 25, á bilinu 105 til 125. Hámaki er spáð á tímabilinu frá nóvember 2024 til mars 2026. Almenn samstaða virðist vera á meðal vísindamanna um að botni 24. lotu hafi þegar verið náð (í […]

,

160 METRA BANDIÐ Í JAPAN

Japanskir radíóamatörar fengu í gær (21. apríl) uppfærðar tíðniheimildir á 160 metrum. Tíðnisvið þeirra eru nú: 1800–1810 kHz og 1825–1875 kHz; allar tegundir útgeislunar. Innifalið er m.a. SSB sem þeir hafa ekki haft áður á þessu bandi. Hingað til hafa sambönd við Japan á bandinu, t.d. á FT8 samskiptahætti, farið fram á skiptri tíðni (e. […]

,

TF3WARD QRV 18. APRÍL

Nýtt kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað á Alþjóðadag radíóamatöra laugardaginn 18. apríl. Alls voru höfð 320 QSO á morsi og tali á 20, 30 og 40 metrum við 46 DXCC einingar, þ.á.m. Afganistan og Taíland. Mikil virkni var á böndunum þennan dag í þokkalegum skilyrðum, þ.á.m. alþjóðlegar keppnir. Meðal stöðva sem kölluðu á okkur var […]

,

ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA – TF3WARD

Alþjóðadagur radíóamatöra er laugardaginn 18. apríl. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Amateur Radio Union IARU stofnuð, fyrir 95 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25 talsins, en í dag eru starfandi landsfélög radíóamatöra í 160 þjóðlöndum heims, með yfir 4 milljónir leyfishafa. Félagið Íslenskir radíóamatörar mun halda upp á daginn með því […]

,

VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR

Orðsending frá Hrafnkeli Sigurðssyni TF8KY, umsjónarmanni Páskaleika ÍRA: Kæru félagar ! Jæja, þá er páskaleikum 2020 lokið.  Ég vil þakka öllum sem tóku þátt fyrir frábæra skemmtun. Vefsíðan verður opin til miðnættis sunnudag 19. apríl.  Þá ættu allir að hafa lokið við að leiðrétta innsláttarvillur. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að TF3ML fór með sigur […]

,

PÁSKAKVEÐJUR FRÁ ÍRA

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar páskahátíðar. Við vonum að þessir dagar bjóði upp á góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja hér á landi sem annars staðar. Stjórn ÍRA.

,

SKILYRÐIN UPP Á VIÐ Á HF OG 50 MHZ

W3LPL, skrifar í dag á netinu (10. apríl) að líklegt sé að botninum í skilyrðunum hafi verið náð um jólaleytið 2019. Hann segir þó að ekki verði hægt að staðfesta það fyrr en síðar á árinu. Þetta eru góðar fréttir fyrir radíóamatöra og hann segir, að vonandi getum við látið okkur hlakka til að lota […]