LOKAÐ Á UPPSTIGNINGARDAG
Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð fimmtudaginn 13. maí sem er uppstigningardagur. Næsti opnunardagur í Skeljanesi verður fimmtudaginn 20. maí n.k. Stjórn ÍRA.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that TF3JB contributed 2415 entries already.
Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð fimmtudaginn 13. maí sem er uppstigningardagur. Næsti opnunardagur í Skeljanesi verður fimmtudaginn 20. maí n.k. Stjórn ÍRA.
Vinnuhópur ungra radíóamatöra innan IARU Svæðis 1 hefur kynnt nýjung í ungmennastarfinu. Um er að ræða sérstakar 12 klst. „YOTA keppnir” sem verða haldnar í maí, júlí og desember ár hvert og eru opnar öllum radíóamatörum. Fyrsta keppnin verður haldin laugardaginn 22. maí n.k. frá kl. 08:00-19:59 á morsi (CW) og tali (SSB) á 80, […]
Námskeið ÍRA til amatörprófs hófst 22. mars s.l. Vegna samkomutakmarkana þurfti fljótlega að fresta kennslu. Hins vegar [að öllu óbreyttu] hefst kennsla aftur mánudaginn 10. maí n.k. samkvæmt uppfærðri dagskrá. Að beiðni ÍRA, hefur Póst- og fjarskiptastofnun fallist á að fresta prófdegi til laugardagsins 5. júní n.k. Líkt og verið hefur frá árinu 2013 mun […]
Heimir Konráðsson TF1EIN var QRV á 6 metrum í hádeginu í dag, 5. maí. Hann var þá nýbúinn að setja upp nýtt sambyggt stefnuvirkt loftnet fyrir 50 MHz og 70 MHz, þegar skilyrðin opnuðust á 6 metrum niður til Evrópu. Loftnetið er 9 elementa Yagi frá EAntenna, gerð 5070-OWA9. Það er 4 el. á 6 […]
Erling Guðnason TF3E varð QRV um Es‘hail 2 / Oscar 100 gervitunglið í lok apríl. TF3E er fjórða íslenska kallmerkið sem er virkjað til að vinna um gervitunglið, en fyrir eru TF1A, TF3VP og TF3IRA. Erling notar Adalm-Pluto SDR 10 mW sendi-/viðtæki fyrir 60 MHz til 3,8 GHz. Hann notar tvo RF magnara þar fyrir […]
Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglugerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi til 12. maí n.k., verður félagsaðstaðan í Skeljanesi opin fimmtudaginn 6. maí kl. 20-22. Þá verður námskeiði ÍRA til amatörprófs framhaldið mánudaginn 10. maí n.k. samkvæmt uppfærðri dagskrá. Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði […]
Tíu radíóamatörar frá fjórum þjóðlöndum virkjuðu kallmerkið 9J2LA í Zambíu 5.-15. mars 2020. Fjöldi sambanda var alls 3.421. Zambía er nr. 170 á lista Club Log yfir eftirsóttustu DXCC einingarnar. Fjarlægð frá TF er um 9.700 km. Margar TF stöðvar höfðu sambönd við leiðangurinn. Þátttakendur: LA3BO, LA3MHA, LA7THA, LA8OM, LA9KKA, LB8DC, SM6CPY, DK6SP, OE5CWO og […]
Fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum að uppfæra/endurskipuleggja fjarskiptaaðstöðuna, er alltaf áhugavert að sjá hvernig aðrir hafa leyst málin. Sjá meðfylgjandi vefslóð: http://www.astrosurf.com/luxorion/qsl-hamshack.htm
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudagskvöldið 29. apríl. Alls mættu 24 félagar í hús og 1 gestur – en allt gekk upp samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um mest 20 einstaklinga í sama rými – þar sem mest voru 19 í salnum samtímis, þ.e. menn mættu og yfirgáfu staðinn á mismunandi tíma, auk þess sem […]
Uppfærslu merkinga á QSL skáp kortastofu félagsins lauk síðdegis í dag, 28. apríl. TF kallmerki fá merkt hólf hjá kortastofunni þegar QSL kort merkt þeim byrja að berast erlendis frá. Mathías Hagvaag, TF3MH, kortastjóri sagði að vegna þess hve mikið félagsaðstaðan í Skeljanesi hafi verið lokuð undanfarna mánuði (vegna Covid-19) hafi safnast upp kort hjá […]
