Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAGINN 23. MAÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. maí frá kl. 20-22:00. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, kex og kökur. Og frá og með þessu opnunarkvöldi verður jafnframt í boði Dilmah te í Skeljanesi. Stjórn ÍRA.

,

VHF/UHF STANGARLOFTNET TF3IRA HÆKKAÐ

Laugardaginn 11. maí voru menn árrisulir og var mætt í Skeljanes í morgunkaffi. Verkefni dagsins var að færa og setja Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA á nýja festingu. Veður var eins og best verður á kosið, sól og vart ský á himni en nokkuð napurt eða um 6°C. Loftnetið var fyrst sett upp á bráðabirgðafestingu […]

,

FYRSTU QSO FRÁ TF3IRA UM ES‘HAIL-2/P4A

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF-stjóri ÍRA og Erik Finskas TF3EY/OH2LAK, settu upp búnað og gerðu tilraunir í gegnum nýja Es’hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið í fjarskiptaherbergi ÍRA þann 9. maí. Til að gera langa sögu stutta, náðust 13 sambönd á SSB frá TF3IRA í gegnum nýja tunglið. Fyrsta sambandið var við IT9CJC á Sikiley þann […]

,

Páskaleikarnir 2019, úrslit og verðlaun

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, gerði grein fyrir og kynnti úrslit í Páskaleikum ÍRA 2019 í Skeljanesi 9. maí. Leikarnir fóru fram 20.-21. apríl s.l. og var þátttaka góð en 17 leyfishafar skiluðu inn gögnum, af 20 skráðum. Keppnisreglum var breytt fyrir viðburðinn og sagði Hrafnkell að vænta mætti smávægilegra breytinga fyrir leikana á næsta ári (2020). […]

,

TF3NH RÆDDI UM GERVIHNETTI Í SKELJANESI

Njáll Hilmar Hilmarsson, TF3NH, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 9. maí og fjallaði um gervihnattasamskipti hjá radíóamatörum og iðnaðinum. Þetta var síðasta erindið á vetrardagskrá ÍRA í febúar-maí. Erindi hans var fróðlegt og áhugavert og veitti góða innsýn í þennan spennandi „heim“ fjarskiptanna sem radíóamatörum stendur til boða og iðnaðurinn notar. Hann fór yfir sendingar frá […]

,

NJÁLL TF3NH KEMUR Í SKELJANES Á FIMMTUDAG

Síðasta erindið á vetrardagskrá ÍRA í febrúar-maí 2019 verður í boði fimmtudaginn 9. maí kl. 20:30. Þá mætir Njáll Hilmar Hilmarsson, TF3NH, í Skeljanes og flytur erindi um „Gervihnattasamskipti“. Talað verður um gervihnattasamskipti sem radíóamatörar nota og sem notuð eru í iðnaði. Farið verður yfir þróun í þessum geirum og m.a. rætt um samskiptaleiðir með […]

,

VEL HEPPNAÐ KAFFISPJALL Á LAUGARDEGI

Kaffispjall á laugardegi var í boði í félagsaðstöðu ÍRA þann 4. maí, frá kl. 13:30. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með nýju Icom IC-9700 stöðina, nýjan FeelElec  FY-6800 „signal generator“ og loftnet og mælitæki til móttöku merkja frá nýja Oscar 100 gervitunglinu. Daggeir Pálsson, TF7DHP, mætti einnig á staðinn með nýja Kenwood TS-590SG […]

,

GEORG TF2LL FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI

Georg Magnússon TF2LL mætti í Skeljanes 2. maí og flutti erindið „Loftnetabúskapur TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði“. Eins og flestum er kunnugt, er loftnetsaðstaða TF2LL er ein sú besta hér á landi á meðal radíóamatöra, auk þess sem fjarskiptatæki og annar búnaður stöðvarinnar er í fremstu röð. Erindi Georgs var vel flutt, áhugavert, fróðlegt og […]

,

LAUGARDAGUR 4. MAÍ, OPIÐ Í SKELJANESI

Kaffispjall verður í boði í félagsaðstöðunni laugardaginn 4. maí. Húsið opnar kl. 13:30. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir á staðinn og tekur með sér nýjan kínverskan „generator“ sem nær upp í 60 MHz sem hann segir að sé „ótrúlega góður“ miðað við ótrúlega lágt verð. Sérstakur laugardagsgestur er Daggeir Pálsson, TF7DHP, frá Akureyri. Margt spennandi […]