Entries by TF3JB

,

FULLBÓKAÐ Á HRAÐNÁMSKEIÐ ÍRA Í SKELJANESI

Hraðnámskeiðið „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ byrjaði í morgun, 16. mars kl. 10:15. Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu – hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem menn geta spurt spurninga og […]

,

TF3VS KYNNTI LOGGER32 DAGBÓKARFORRITIÐ

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 14. mars og flutti erindið “Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir – nýir möguleikar”. Hann kynnti forritið og fór yfir uppsetningu þess. Hann sýndi vel hve einfalt og öflugt það er, jafnframt því að vera aðgengilegt fyrir venjulegan leyfishafa að laga að eigin þörfum – án þess að þurfa […]

,

NÁMSKEIÐ: FARIÐ Í LOFTIÐ MEÐ LEIÐBEINANDA

Spennandi hraðnámskeið verður í boði á ný laugardaginn 16. mars kl. 10-12:30. Það nefnist: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“. Farið verður í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi – á CW, SSB eða FT8, allt eftir óskum þátttakenda. Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu, hvort heldur þeir […]

,

TF3VS er með erindi í Skeljanesi 14. mars

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA er erindi Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS. Erindið nefnir hann “Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir – nýir möguleikar”. Vilhjálmur mun kynna forritið, sem hvorutveggja er öflugt og fjölhæft og mun fara yfir og útskýra uppsetningu þess. Hver og einn leyfishafi getur t.d. auðveldlega lagað það að eigin þörfum. Hann mun sérstaklega fara […]

,

NÝTT TÖLUBLAÐ CQ TF VÆNTANLEGT 31. MARS

Nú styttist í marshefti CQ TF. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur efnis er til 20. mars n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

,

TF3EK skýrði búnað og aðferðir fyrir SOTA

Einar Kjartansson, TF3EK, mætti í Skeljanes 7. mars og hélt erindi undir heitinu: “Búnaður og aðferðir sem henta fyrir SOTA”. Einar fór yfir tilurð SOTA sem var stofnað 2. mars 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Hann útskýrði hvernig sambönd eru […]

,

Stólar í Skeljanes, höfðingleg gjöf til ÍRA

Félaginu hefur borist að gjöf, 25 stólar til notkunar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Það var Haukur Þór Haraldsson TF3NA sem færði félaginu þessa nytsömu gjöf í dag, miðvikudaginn 6. mars. Stólarnir eru af Stacco gerð, á krómaðri stálgrind og bólstraðir í bak og setu. Þeim fylgir sérhannaður geymslupallur á hjólum, sem sjá má á meðfylgjandi […]

,

Skeljanes 7. mars; SOTA Búnaður & aðferðir

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 7. mars. Þá mætir Einar Kjartansson TF3EK í Skeljanes með erindið “Búnaður og aðferðir sem henta fyrir SOTA”. Stofnað var til SOTA viðurkenningaverkefnisins (e. Summits On The Air) formlega þann 2. mars 2002.  Stofnendur segja sjálfir, að þar sem SOTA snýst um viðurkenningar (e. Amateur Radio […]

,

Laugardagsopnun í Skeljanesi 2. mars

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mættu í Skeljanes laugardaginn 2. mars. Í handraðanum voru Anan 7000 stöð frá Apache Labs og Flex 6400 stöð frá FlexRadio. Ekki er vitað um fleiri eintök í landinu en þessi tvö. Stöðvarnar eru báðar SDR stöðvar, vinna á HF + 6 metrum og eru búnar […]

,

Anan & Flex í Skeljanesi Laugardag 2. mars

Í beinu framhaldi af erindi um nýjar HF stöðvar á fimmtudagskvöld, koma þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS í Skeljanes á morgun, laugardaginn 2. mars með Anan 7000DLE frá Apache Labs og Flex 6400 frá FlexRadio. Stöðvarnar verða til sýnis, skoðunar og prófunar fyrir félagsmenn frá kl. 14:00. Bæði gerviálag (e. […]