,

FULLBÓKAÐ Á HRAÐNÁMSKEIÐ ÍRA Í SKELJANESI

Hraðnámskeiðið „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ byrjaði í morgun, 16. mars kl. 10:15.

Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu – hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem menn geta spurt spurninga og prófað sig áfram með reyndum leiðbeinanda til að öðlast öryggi í að fara í loftið.

Létt var yfir mönnum þegar tíðindamann bar að garði í Skeljanesi í morgun, rétt fyrir kl. 10. Þá voru þátttakendur í kaffi við stóra borðið á meðan beðið var eftir einum til viðbótar. Að sögn Óskars Sverrissonar, TF3DC, leiðbeinanda, er námskeiðið fullbókað, en miðað er við mest fjóra þátttakendur hverju sinni til að það nýtist sem best.

Neðri ljósmyndin var tekin í fjarskiptaherberginu þegar tíðindamaður kom á ný í hús um kl. 13. Þá var farið í loftið á morsi og FT8.

Aðspurður sagði Óskar að námskeiðið yrði aftur í boði fljótlega, enda mikill áhugi á meðal félagsmanna.

Þátttakendur á hraðnámskeiðinu „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ í Skeljanesi 16. mars. Frá vinstri: Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Óskar Sverrisson TF3DC, Mathías Hagvaag TF3MH (gestur), Reynir Björnsson TF3JL og Haukur Þór Haraldsson TF3NA. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Eftir undirbúning í salnum færðu menn sig upp á efri hæðina í fjarskiptaherbergi félagsins. Frá vinstri: Jón Svavarsson TF3JON, Mathías Hagvaag TF3MH (gestur), Óskar Sverrisson TF3DC, Haukur Þór Haraldsson TF3NA og Reynir Björnsson TF3JL. Á myndina vantar Sigurð Óskar Óskarsson TF2WIN. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 2 =