,

TF3VS KYNNTI LOGGER32 DAGBÓKARFORRITIÐ

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 14. mars og flutti erindið “Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir – nýir möguleikar”.

Hann kynnti forritið og fór yfir uppsetningu þess. Hann sýndi vel hve einfalt og öflugt það er, jafnframt því að vera aðgengilegt fyrir venjulegan leyfishafa að laga að eigin þörfum – án þess að þurfa að vera sérfræðingur í forritun eða tölvumálum.

Það var mál manna að Logger32 væri í raun meira en sérhæft dagbókarforrit þar sem m.a. er hægt að stýra fjarskiptum beint frá forritinu, auk þess sem það býður upp á fjölda möguleika í mismunandi útfærslum. Vilhjálmur sýndi m.a. með dæmum hvernig hann notar forritið sjálfur og tengdist heimastöð sinni yfir netið í því skyni, sem var mjög fróðlegt.

Hann fór yfir getu Logger32 hvað varðar stafrænar tegundir útgeislunar, en færsla í fjarskiptadagbók er viðstöðulaus og án vandræða sem gjarnan fylgja öðrum forritum. Fyrir marga er jafnframt kostur að Logger32 er á íslensku og er forritið boðið ókeypis á netinu til íslenskra radíóamatöra. Það var Vilhjálmur sem þýddi forritið.

Eftir kaffihlé tók Vilhjálmur við fyrirspurnum frá áhugasömum fundarmönnum og héldu menn áfram að spjalla framundir kl. 22:30 þegar honum var þakkað fyrir fróðlegt og skemmtilega flutt erindi með veglegu lófaklappi. Alls mættu 22 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld.

Skeljanesi 14. mars. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS flutti erindið “Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir – nýir möguleikar”. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
Hluti fundarmanna. Frá vinstri: Stefán Arndal TF3SA, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Ársæll Óskarsson TF3AO, Mathías Hagvaag TF3MH, Bjarni Sverrisson TF3GB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Óskar Sverrisson TF3DC, Heimir Konráðsson TF1EIN, Jón Björnsson TF3PW og Þórður Adolfsson TF3DT. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + seven =