,

TF3VS er með erindi í Skeljanesi 14. mars

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA er erindi Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS. Erindið nefnir hann “Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir – nýir möguleikar”.

Vilhjálmur mun kynna forritið, sem hvorutveggja er öflugt og fjölhæft og mun fara yfir og útskýra uppsetningu þess. Hver og einn leyfishafi getur t.d. auðveldlega lagað það að eigin þörfum.

Hann mun sérstaklega fara yfir hversu vel Logger32 kemur til móts við þá sem nota stafrænar tegundir útgeislunar (t.d. FT8), en færsla í fjarskiptadagbók er viðstöðulaus og án vandræða.

Logger32 stenst vel samanburð við önnur forrit sem eru á markaði. Þess má geta, að Logger32 er fyrsta dagbókarforritið sem vitað er um að hafi verið þýtt á íslensku. Það hefur, frá þeim tíma, verið í boði ókeypis til íslenskra radíóamatöra (á íslensku). Það var Vilhjálmur sem þýddi forritið.

Erindið hefst kl. 20:30. Mætum tímanlega, vandaðar kaffiveitingar í boði.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five − 1 =