Entries by TF3JB

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2019 VERÐUR Á LAUGARDAG

Minnt er á fyrri tilkynningar þess efnis að aðalfundur ÍRA 2019 verður haldinn laugardaginn 16. febrúar n.k. Fundarstaður er Radisson BLU Hótel Saga við Hagatorg í Reykjavík og hefst fundurinn stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Fyrir hönd stjórnar, Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

ARI ÞÓRÓLFUR TF1A VAR MEÐ ERINDI UM D-STAR

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 7. febrúar og flutti áhugavert erindi um stafræna fjarskiptakerfið D-STAR (e. Digital Smart Technologies for Amateur Radio). D-STAR á sér yfir 20 ára sögu, og komu japönsk stjórnvöld fyrst að fjármögnun þess sem rannsóknarverkefnis með aðkomu landsfélags japanskra radíóamatöra, JARL og fleirum. Icom kom síðar að verkefninu […]

,

ERINDI TF1A VERÐUR Á FIMMTUDAG 7. FEBRÚAR

Fyrsta erindi á nýrri vetrardagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí verður í boði fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:30. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes með erindi um D-STAR fjarskiptakerfið (e. Digital Smart Technologies for Amateur Radio). D-STAR fjarskiptastöðvar eru fáanlegar fyrir HF, VHF og UHF tíðnisviðin. Stafrænn D-STAR endurvarpi er starfræktur í Bláfjöllum á […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS FRESTAST

ÍRA auglýsti 6. janúar s.l. eftir áhuga á að taka þátt í námskeiði til amatörprófs í febrúar-maí 2019. Frestur var gefinn til 20. janúar, en síðar framlengdur til 31. janúar. Fyrirspurnir bárust, en aðeins fjórir skráðu sig. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið í samráði við prófnefnd og umsjónarmann námskeiða, að falla frá námskeiðshaldi nú, […]

,

MÆLINGARLAUGARDAGUR Í SKELJANESI 2. FEBR.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A kemur með mælitækin í Skeljanes laugardaginn 2. febrúar. Húsið opnar kl. 14:00. Að þessu sinni verða gerðar mælingar á fjórum ICOM HF/50 MHz stöðvum, IC-7100, IC-7300, IC-7610 og IC-7851. Þess má geta að 7851 er flaggskipið frá Icom og aðeins er vitað um tvær ICOM IC-7851 stöðvar á landinu. Í boði […]

,

GÓÐ FIMMTUDAGSSTEMNING Í SKELJANESI

Það var opið hús í Skeljanesi fimmtudaginn 24. janúar. Þrátt fyrir vetrarfærð í höfuðborginni var góð mæting. Christine Duez, K4KJN var gestur okkar. Hún mætti með DMR (Digital Mobile Radio) handstöðina sína, en var upplýst um að við værum enn ekki með endurvarpa fyrir þá tegund útgeislunar. Christine er áhugasöm um neyðarfjarskipti og er m.a. […]

,

Elín TF2EQ er nýr ungmennafulltrúi ÍRA

Á stjórnafundi í félaginu þann 16. janúar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ skipuð í embætti ungmennafulltrúa ÍRA. Elín fluttist erlendis nú um áramótin, en hefur tekið að sér að móta nýtt embætti ungmennafulltrúa sem er verðmætt verkefni til framtíðar. Elín mun m.a. annast samskipti við Lisu Leenders, PA2LS sem er Youth Coordinator í IARU Svæði 1. […]