,

GÓÐ FIMMTUDAGSSTEMNING Í SKELJANESI

Christine Duez K4KJN við stöðina í fjarskiptaherbegi ÍRA. Mathías Hagvaag TF3MH og Bernhard Svavarsson TF3BS segja henni til.

Það var opið hús í Skeljanesi fimmtudaginn 24. janúar. Þrátt fyrir vetrarfærð í höfuðborginni var góð mæting.

Christine Duez, K4KJN var gestur okkar. Hún mætti með DMR (Digital Mobile Radio) handstöðina sína, en var upplýst um að við værum enn ekki með endurvarpa fyrir þá tegund útgeislunar. Christine er áhugasöm um neyðarfjarskipti og er m.a. félagi í „Skywarn“ deild bandarísku veðurstofunnar. Hún mjög hrifin af fjarskiptaherbergi félagsins og hafði nokkur sambönd.

Þá mætti Bernhard, TF3BS, á staðinn með nýsamsetta Hendricks PFR-3 QRP stöð sína sem vinnur á 40, 30 og 20 metum og sýndi viðstöddum.

Gott kaffi og kaffibrauð var í boði þetta ágæta fimmtudagskvöld. Alls mættu 14 félagsmenn og 1 gestur á staðinn.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − 2 =